Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 13
Vidalíns-safniö fær herbergi sér i Forngripasafninu,
uppi á efra lofti mentabúrsins, sem bráðum kemur til al-
menningsnota.
Dánargjöf Jóns konsúls Vídalíns til landsins er miklu
merkari og verðmeiri en flesta gat grunað. Enn er eigi öllu
skilað sem ánafnað er landinu í erfðaskránm', frú Helga
kona Jóns heitins sem var, varðveitir suma gripina, og koma
þeir fyrst hingað að henni látinni.
Almenningi var nýskeð gefinn kostur á að sjá munina
sem komnir voru. Og kjörgripirnir dýrustu eru rétt allir úr
kirkjum. Til þeirra var gefið — forðum daga — og þau
húsin geymdu. — —
Elzt af kirkjuskrúða íslenzkum er hökullinn úr Flugu-
mýrarkirkju á Forngripasafninu. Hann er með þeirri gerð
(í „rómðnskum stíl") að hann er talinn að vera frá 12 öld.
Sá helgur dómur hefir þá óefað komið á herðar Guðmundi
góða, sem þar var langdvölum. — —
Þar var Grundar-kaleikurinn góði úr œtt Lofts ríka, frá
15. öld. Fylgir patínan enn. Saga kaleiksins er sögð i þessu
blaði af dr. Jóni Þorkelssyni (N. Kbl. 1906, nr. 3). og er
þar góðum grip að fagna heimkomnum, en leitt að hann
skuli eigi geymast á hinum gamla sögustað, allra helzt er þar
er nú risin veglegasta og prýðilegasta kirkja landsins hjá Magn-
úsi bónda.
Þá eru og í safniuu bakstursdósirnar frá Bessastöðum,
sem Olafur stiftamtmaður og frú Sigríður gáfu sem legkaup
þeirra Magnúsar amtmanns Gíslasonar og frú Þórunnar.
Starsýnast varð mönnum á prédikunarstólinn Guðbrands-
naut, sem Jón heitinn náði í skrani á Sauðárkrók, og hefir
sennilega bjargað úr eldinum. Guðbrandur Þorláksson smíð-
aði stólinn og gaf Sjávarborgarkirkju. Skar hann á af mikilli
list Krist og guðspjallamennina fjóra, tvo til hvorrar handar.
Sömu skurðmyndir eru á prédikunarstól í Laufáskirkju frá
alveg sama tíma. Ártalið á þessum stóli Guðbraudar er
J594. Yfir Markúsarmyndinm' er fangamark meistarans „G. T".
og glettilega er Markús sá líkur Guðbrandi, skarpleitur og stór-
nefjaður með tjúguskegg. Mestar líkur eru þó af háraburð-
inum að þetta sé af ráði gert. Hinir fjórir eru með hárið