Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Page 14

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Page 14
206 NÝTT KIRK.TUBLAÐ i-krýft og hrokkið, en Markús ber það kembt og niður strokið með hofmannavi' um alveg eins og Guðbrandur á myndiuni. Kirkjustjakar tveir fjórarmaðir voru þar frá Bræðratuugu, mestir og beztir stjakar er lil Islands hafa komið. stendur bvor þeirra 6 fjórðunga, og munu vera frá fyrri hluta 17. aldar, er þar voru mestir höfðingjar. Enn má nefna altari-töflu. með sporbaugslagi. A er himnaförin, forn og fagur skurður. Ekki er tatlan stór. En hvaðan er hún? í diinsku skránni er hún sögð keypt í Skagafirði. Auk Grundarkaleiksins voru þar 9 kaleikar og7patínur; einn kaleikurinn stórmerkilegur að fornri gerð frá 15. öld, og annar talinn mjög verðmikill, frá Borgarkirkju. Olíumyndir tvær voru og í gjötinni. Önnur þeirra er af Guðbrandi biskupi úr Bakkakirkju í Öxnadal. Hin myndin er eftir frægan danskan málara, Schjött að nafni, keypti Jón Vídalín myndina á 1300 kr., af því að hún er islenzk : Kvöld- vaka í sveit: Þorsteinn í Hlíð er að kveða rímur, eins og segir frá i upphafmu á „Manni og konu“. Schjött sá kom hingað iil landsins, og er alkunn myndin hans af móðurinni, sem faldar brúðurinni islenzku. /^Sgrimur málari ritar í júlí, frá Páfabjörgum (Rocca di Papa), hátt uppi í Albanafjöllum, 3 mílur frá Róni: . . . Mér þykir svo óvenjulega vænt um að fá bréf að heiman, þegar ég er svona langt úti í heiminum. Hér er rétt eins og ísland sé týnt. Hér er enginn sem þekkir ísland og ekkert sem íslenzkt er. Ef eg þarf einhvers við hér, þá verð eg að leita til danska konsúlsins, og viðurkenna mig Dana um leið náttúrlega. . . . Mjög væri eg þakklátur fyrir bliið. Eg hefi ekki séð eitt einasta íslenzkt blað síðan eg fór að heiman. — Jú, eg sá þau meðan eg var í Kaupmannahöfn, en ekki siðan. Hér á Italíu er alveg guðdómlegt stundum. Slík skín- andi fegurð sem hugsast getur. Himininn er svo blár, sem eg ekki hefi séð áður. En fjöllin eru fallegri heima. Hvergi var himininn og sjórinn eins blár og í Capri og Sorrento. Afarfróðlegt var að koma í Pompeji, en nýstárlegast fyrir Norðurlandabúa var að koma i Neapel. En Róm likar mér

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.