Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Page 15

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Page 15
207 NÝTT KTRK.JUBLAÐ bezt af því öllu. Það er lang-merkilegasti ogfegursti bærinn, sem eg hefi komið í, og er það mest fyrir stórvirki fornmanna. Þessar görnlu rústir þeirra, sem tíminn befir verið að naga um 2000 ár, líkiast mest klettum og trölla-byggingum. Og ]>að er ekki einungis tíminn sem befir nagað þær. Mennirnir hafa skemt þær afarmikið með því að rifa úr þeim og byggja annað verra. Það er auðvitað búið að banna það núna. Mér líður ágætlega. . . . Nú um sumartímann er langt um of heitt fyrir mig í Róm. Hitinn á daginn gerði þó minna lil, ef það væri ekki þessi afskaplegi hiti á kvöldin og nóttunni. — Gleðilegt að sjá hvað heitt hefir verið heima í sumar. — Hér i Rocca di Papa er mikið svalara en i Róm. Héðan sér maður blána fyrir borginni í reykjarmóðu, og heyrir hinar þungu drunur i Péturskirkju-klukkunum. Eftir miðjan ágúst á eg heima í Via Umbria 10, Roma, Italia. Guðmundur meistari Finnbogason sendirkunn- ingjunum kveðju frá „borginni eilífu.“ Þeir hafa verið sam- an á fei'ð í sumar suður um Iönd Sveinbjörn yfirkennari Sveinbjörnsson í Árósum og Guðmundur. Þeir liigðu upp frá París i miðjum júlí, skoðuðu páfakastalann skuggalega i Avignon og verzlunarlifið í Marseille. Næsti áfanginn var í Nizza, og siðan gægðust þeir inn í spilahelvítið í Monte Carlo, og fóru sem leið liggur eftir ströndinni fögru til Genova. Þá um miðalda- borgirnar frægu Pisa og Siena til Rómaborgar, og þar var við- staðan lengst. Þaðan átti svo að halda í júlilok til Flórenz, Feneyja og Milano, og yfir fjöllin og dalina í Svisstil Frakk- lands altur. í skipulagsskránni fyrir styrktarsjóði Hannesar Árnason- ar „til eflingar heimspekilegum vísindinum á Islandi“ er fyrir- skipuð tveggja ára námsdvöl við háskóla á Þýzkalandi, „þar sem heimspekileg vísindi standa í bezta blóma“. Séra Fíannes hefir eigi búist við heimspeki að gagni utan Þýzkalands. Stjórnarráðið hékk þar ekki í bókstafnum, sem og betur fór, og tók það gott og gilt að G. F. kaus sér Parísarháskólann til aðal-námsdvalar. þjóðkirkjusöfuður Reykjavikur baetir eigi við sig

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.