Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 211 inni og postulasfarfinu verði að fara nánari kynni með undir- búningi: „Eg mun láta ykkur verða mannaveiðara“. Tökum eftir þessu, að hjá Markúsi hefst lifssaga frels- arans einmitt með þessari ofureinföldu og gagnorðu lýsingu á fyrstu samfundum þeirra Jesú og Péturs. Mjög miklar líkur eru til þess að Pétúr sé heimildarmaðurinn að guðspjalli Markúsar. Og þ,i er það svo ofureðlilegt, að frásagan sjálf byrjar einmitt þar sem liann sjálfur, Pétur, fyrst varð heyrnar og sjónarvottur. Og oss verður þá svo skiljanlegt, að þetta fáorðasta guðspjall, af vörum Péturs, er elzt og nákvæmast. Öll hafa guðspjöllin samstæðu þrjú þau orð Jesú við fiskimennina, að þeir eigi það sem eftir er æfinnar að veiða menn, „verða manna fiskarar“. Svo væri það orðrétt útlagt. Þeir hafa sjálfsagt lítið skilið í þessum orðum, um mannaveiðarnar, fiskimennirnir við Genesaretvatnið, þá er þau voru i fyrstu töluð. Það varð eigi fyr en síðar að þeir skildu orðin En orðin festust i minui Péturs, og frá honum eru þau komin inn í guðspjöllin. II. Þessi texti um mannaveiðarnar varð mér svo hugstæður einmitt nú í sumar, þegar hann bar upp á kirkjuárið. Stéttar- bróðir minn bauð mér, þar sem ég var á ferð, að stíga í stólinn hjá sér. Og þegar ég inti eftir guðspjallinu, nefndi hann ekki yfirskriftarheitið „Jesúr kennir af skipi,“ heldur orðið sem greypt hefir frásöguna inn í hverja kristna sál: „Það er mannaveiða-guðspjallið“, sagði hann. Ekki varð nú af því, að ég yrði við ósk hans, en orðin sátu og um þau gróf: Þetta: Að veiða menn! Alstaðar og alt í kring er verið að því. Lífsbaráttan svo mikið i því fólgin, út á við, og þvi meir þvi andlegri sem hún er. Hvað er það annað en að veiða menn, þegar vér erum að beita áhrifavaldi voru á aðra í töluðu eða rituðu orði. Og það var svo sem nóg til að minna á þetta, núna í sumar, hérna heima hjá okkur, í okkar lilla þjóðfélagi: Aldrei slíkar mannaveiðar sem einmitt nú. Kappið mikið á báðar hliðar: Alt á ferð og flugi. Fundir, rit og ræður.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.