Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.09.1908, Blaðsíða 8
ði6 NÝTT KIRK.JTJBT.AÍ) Ungmennafélögin hyrja á því að vinna með eigin höndum, bæði stúlknafélagið „Iðunn“ og |)iltafélagið hér i bæn- um. Það má heita stórvirki sem unga fólkið hefir með hönd- um, skíðabraut um stórgrýtisurðina í Oskjuhlið. Mikið er þeg- ar að gert og blasir rudda svæðið við frá Hafnarfjarðarveg- inum, norðan við hann. Skíðabrekkan verður 135 faðmar og er séð fyrir duglegri hengju, að stökkva á hlaupinu, en runnið geta þeir utanhjá er vilja. Brautin rudda breikkar því meir er neðar dregur, og úr mýrinni fyrir neðan grjóturðina á að rækta víða velli til að taka á móti skíðamönnunum og til annara leikja. Alt verður svæðið girt, og nóg er grjótið uppi i brekkunni til skjólgarða fyrir trjáreiti til beggja hliða. Nýtt að sjá yngismeyjar bæjarins þarna í grjótkeyrslu, og ánægjulegt um leið. Það verður mætast sem atlað er með eigin sveita. Talið er sennilegt að ])egar verkið er vel á veg komið, þá kunni bæjarstjórnin að leggja eitthvað til og fá í staðinn leyfi fyrir skólabörnin að nota brautina í viðlög- um, og víðar að kynni að koma stuÖningur sem og þarf, þvi að ræktunin verður dýr, en grasi gróið þarf það alt að verða til þess að það haldist vel slétt. Þessi brekka er lægri og hallaminni en skíðabrekkurnar utan við Kri-tjaníu, en betra varð eigi fengið hér nærlendis en í Öskjuhlíð, og þangað sækir vonandi á næstn árum ekki svo lítið brot af uugu kynslóðinni okkar, til að fá góða heilsu- bót jafnt fyrir sál og líkama. Breytiug'iir á gjb'ldum til prests og kirkju. Héraðsfundur Norður-Múlaprfd. tók til umrœðu tillögur skatlanefndar að því er [iær voru kunnar, og taldi nefskuttinn á hvern fermdan nmnn ekki heppilegan grundvöll, heldur œtti uð greiðu jafngildi sóknur- teknannu úr landssjóði, en tekjur kirknunna œllu að fást með niður- jöfnun eftir efnum og ástæðum. Fundinuni taldist svo til að 75 aura gjaldið lil kirkju yrði að minsta kosti */3 of lágt, að því er N. M.prfd. snerti, til að jafnast við núverandi tekjur kirknanna. Viðvík sœkja þeir um séra Sveinn Guðmundsson í Skarðsslöð og kand. Guðhrundur TJjörnsson frá Miklabæ i Blönduhlið. Séra Sveinn var áður prestur að Ríp og í Goðdölum, en lét af prestskap fyrir 4 árum. ^Ritstjórh ÞÓRBLAÍlUR BJAKNABSON. Fúlagsprentsmiðjau.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.