Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Qupperneq 1

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Qupperneq 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavík, 1. oktober tTrrrTTrrrrTTrrrrr 19. blað laníel prófastur jjalldórsson. Seinasti Bessastaðamaðurinn, prestvígður, er horfinn bak við tjöldin. Enginn Bessastaðamaður nú eftir á pallinum, nema gamli Páll, sem alla Iifir. Séra Daníel andaðist hjá syni sinum séra Kristni á Út- skálum 10. f. m. og var jarðsunginn þar af séra Jens prófasti í Görðum hinn 21. Margar og góðar minningar vakna hjá kunnugum mönn- um við lát séra Daníels, og þa sérstaklega nyrðra, þar sem hann átti lengstan vinnutímann. „Prófasturinn á Hrafnagili" var tilkomumikill gestur, þeg- ar hann var á visitaziuferð, út með firðinum, til Grímseyjar. Nú er svo komið í sumum prófastsdæmurn, að allir prest- arnir eru prófastar að nafnbót, eða því sem næst. Tolla ekki við það. Eitthvað annað fyr meir. Sátu þá tugi ára. í Þingeyjarsýslu varð prófastsdæmið erfðaríki um hálfa öld. Menn „fæðast" skáld, að því er mælt er, en ekki pró- fastar, og liggur þó við að svo mætti segja um séra Daníel. Samvizkusamari og skylduræknari, reglufastari og vand- virkari embættismann mun vart hægt að hugsa sér. Virðu- leikinn, ráðfestin, alvörugefnin! Og þá eigi síður lagavitið og rithandarsnildin! Jafnvígur var hann á báðar hendur að rita, lék sér að *

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.