Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 2
218 _ _ XÝTT KTKK.nJBLAB _ því með vinstri hendi að rita öfugt eða signetaletur, sem rétt horfði við í speglinum. — Þegur eg var að brjótast við lýsingarorðin lofsandegu í kennimannlegu bréfunum á ytii framkomu og háttum kenni- mannsins, þá var eg að þreifa og þukla í huganum með það, hvað eg mundi segja eða sagt liafa um þá séra Daniel á Ilrafna- gili og séra Sæmund í Hraungerði. Virðuleikinn var svo skínandi hjartur yíir báðum þeim. En undir var séra Daníel mjög gamansamur, ákaflega notalega skemtinn maður á heimili, og enda gáskafullur í bréf- um við beztu vini sína. Eg á allmörg bréf hans til föður rníns, flest frá árunum 1863—70. Faðir minn þá nýorðinn prófastur og er altaf að fara í smiðju til síra Daniels, og bréfin verða rækilegar rit- gerðir um alls konar kirkjuleg mál, og tel eg vist að laga- manni mundi stórmikið um finnast. Reykjavikur-skóli hefir fengið last fyrir það, að lærisvein- ar hans hefðu tamið sér dönskuslettur í ræðu og riti. Ekki skal ]>að borið af, en svipað mundi þá og mega bera á Bessa- staðaskóla. I bréfum manna þaðan eru latínuglósurnar miklu tíðari, en nú gerist, en dönsku rúsinurnar eru heldur ekki ó- tíðar. Varla minni þá en seinna. Svo er og um þessi bréf. Séra Daníel var söngmaður góður og söngelskur, lék á ílautu. Fran)burð hans kunni eg ekki við, hálfsöng orðin. Svo um fleiri frá þeim árum. — Verður þeim sumum n)isstælt á Helga biskupi — eða hvað? — Hann var burðamaður, þéttur meðalmaður á allan vöxt, en gerðist grannur með ellinni. Sögur gengu af vaskleik hans, t. d. að hann hafi stokkið yfir Glerá í gljúfrunum þar sem nú er brúin. Sagan aukin með því að hann hefði tekið dreng, sem honum fylgdi í handarkrikann á stökkinu. Aðrirsögðu: heni|)una. Verið á annexíuleið að Lögmannshlíð? Listfengir menn voru ýmsir í þeirri ætt, gleðimenn og sumir ölkærir. Séra Daníel er kunnur að því að vera elzt- ur bindindismaður á landi hér. Sú saga gengur um það, að á förnum vegi — vestan Öxnadalsheiðar — hafi honum og íleirum mætt menn að sunnan, og sagt hranalega frá láti bróður hans í Iföfn — vissu eigi skyldleikaun — og kent um víni. Hafi pelinn ver- 4

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.