Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 6
222 NÝTT KIRKJUBLAÐ i sambandi við hinar röngu útlistanair á kraftaverkunum, sem haldið hefir verið að mönnum. Því að ekki er hægt að neita, að haldið hefir verið að mönnum útlistunum á krafta- verkunum, sem hugsandi mannsandinn getur ekki tekið sem gilda vöru. Og þá hefir svo farið — eins og oft vill fara i slíkum tilfellum — að menn köstuðu fyrir borð ekki aðeins hinni röngu útskýring, heldur einnig sjálfri staðhöfninni, sem þar var verið að útskýra. Ég skal hér taka til dæmis útskýringu þá, sem algeng- ust hefir verið í kristninni síðan á miðöldum, þar sem því er haldið fram, að kraftaverkin verði með þeim hætti, að náttúru- lögin séu numin úr gildi meðan kraftaverkið fer fram, en svo láti guð þau aftur ganga í gildi er kraftaverkið sé um garð gengið. En til grundvallar þessari útskýringu liggur aftur sú skoðun, að kraftaverkin ríði í bága við náttúru- lögin. Meðan þekkingin á náttúrulögunum var ekki fullkomari en hún var á miðöldunum, gat slikri útskýring sem þessari orðið viðtaka veitt, en því fullkomnari sem þekkingin á lögum náttúrunnar varð, þess óaðgengilegri og óhæfilegiá hlaut þessi útlistun kraftaverkanna að verða. Því að heilbrigð skynsemi segir oss, að náttúrulögin verði ekki numin úr gildi. Oll vísindaleg reynsla mannanna miðar að því að sýna ogsanna, að lög náttúrunnar geti alls ekki haggast; þar sé um það að ræða sem aldrei raskast. Þegar nú slíkri skoðun á kraftaverkunum er enn í dag haldið að mönnum — því að henni er enn í dag haldið fram af ýmsum — hvað er þá eiginlega afsakanlegra en að menn hafni kraftaverkunum sem heilaspuna og fásinnu? Hvað er afsakanlegra en að menn álykti á þessa leið: Þar sem kraftaverkin gjöra ráð fyrir röskun náttúrulaganna, en hins vegar bæði heilbrigð skynsemi og vísindin fullvissa oss um, að náttúrulögin geti alls ekki haggast úr skorðum, þá hljóta öll kraftaverk að vera ómöguleg! Þetta er afsakanlegt segi ég, þótti ályktunin sé röng og bygð á þeim misskilningi, að kraftaverkin sjálf standi og falli með útskýringum mann- anna á þeim. Því auðvitað er, að viðburðurinn, sem verið er að útskýra, getur verið jafnsannur og áreiðanlegur eins fyrir það þótt útskýringarnar á honum séu rangar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.