Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 8
224 NÝTT KIRKJUBLAÐ _ ________________ urinn, sem heílr kosið prestinn fyrir andlegan leiðtoga og laun- ar honum fyrir starf hans, hafi siðferðislegan rétt að geta losnað við hann og eigi þessvegna heimtingu á, að geta sagt honum upp að lögum, og eg hefi haldið því fram að aðhald- ið er af því leiddi mundi styðja mjög að skyldurœkni presta og horfa til umbóta. Okkur séra Lórusi greinir mest á um uppsagnarvaldið. Fyrst og fremst finst honum óþolandi að hægt sé að segja upp prestum, en ekki öðrum embætlismönnum af þeim er njóta starfs þeirra. Þetta er ekki rétt athugað. Verkahringur prestsins er alveg einstakur í sinni röð. Hann er alt annars eðlis en annara embættismanna. Hjá prestinum er um andlega leiðsögu að ræða. Kröfurnar verða því alt annars eðlis. Hjá prestum og á samvinnu þeirra við söfnuðina geta verið óteljandi misfellur, er liggja langt fyrir utan verkahring og valdsvæði kirkjustjórnar. Misfellur á embættisrekstri flestra annara starfsmanna þjóð- félagsins eru optast þannig lagaðar, að umboðsvaldið getur haft tök á þeim. Eina staðan, sem er sambærileg við preslsstöðuna, er staða alþýðukennaranna eftir fræðslulögunum nýju. -- Þykist eg þó vita, að jafnvel ekki séra Lárusi dettur í hug, að fá kennurum ákveðnar með lögum fasta, óuppsegjanlega stöðu æfilangt, hversu handónýtir sem þeir kynnu að reynast og er þó ólíkt hægra með eftirlit af hendi hins opinbera með kennaranum en prestinum. Kröfurnar til kennarans eru miklu færri og ákveðnari. Fjarstæða er að ætla, að uppsagnarvald safnaðanna mundi fæla menn frá að gjörast prestar. Ungum mönnum um tví- tugsaldur, sem eru að velja sér lífsstöðu, kemur það vist sein- ast til hugar, að þeir séu óhæfir fyrir þá stöðu, er þeir hafa hug á. Sneiði menn þvi hjá prestsstarfinu mundi þvi ekki valda uppsagnarvaldið, heldur launakjörin. Og þá er að bæta þau og koma þeim í samræmi við laun annara embætta og sýslana. Undarleg mótsögn er það hjá séra Lárusi, að hann tel- ur uppsagnarvald safnaðanna sjálfsagt „ef fríkirkja væri i landinu“, en óhæfu „meðan ríki og kirkja eru sameinuð.“ Hver er svo sem munurinn? Söfnuðiruir ráða nú alveg

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.