Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJTJBLAÐ _________________ 225 hvern ]jeir kjósa fyrir prest. Þeir lanna prestunum, "þó að prestlaunasjóður sé milliliður. Sambúðin er söm og mundi í fríkirkju; málin hin sömu. Ekki breytir það minstu vitund, þó að ríkið sjái um mentun klerka. Eg fyrir mitt leyti vil ekki gjöra ráð fyrir að mentunar og undirbúningskröfur yrðu minni i frikirkju. Sannleikurinn er sá, að þjóðkirkja vor er í þessu atriði orðin nokkurs konar fríkirkja. I þessa átt er að eins þetta nauðsynlega spor óstigið, að söfnuðirnir, sem kjósa prestana, launa þeim og njóta starfs þeirra, hafi leyfi til að segja þeim upp. Allt annað er blátt áfram ósamrím- anlegt við fyrirkomulag það, er vér höfum nú. Séra Lárus leggur mikla áherzlu á umburðarlýndi við presta og að söfnuðirnir biðji fyrir þeim. Engin heimild er til að draga það út úr grein minni, að etr vildi mæla prestana undan umburðarlyndi og kærleik af bendi safnaðanna. Það sreti og illa á mér, því eg hefi hvorttveggja reynt í ríkulegum mæli hjá þeim söfnuðum, er eg hefi þjónað. Ekki dettur mér heldur i hug að draga úr því, að söfn- uðir biðji guð fyrir prestuin sinum. Alt hefði þetta sjálfsagt oft mjög góð áhrif og mundi eigi sjaldan jafna sjálfráðcir misfellur. Yfir höfuð eru söfnuðir vorir umburðai'lyndir gagnvart prestum sínum, stundum um of; — og eg geri ráð fyrir, að uppsagnarvaldið mundi aðeins örsjaldan notað, þó að söfnuð- irnir hefðu það. En það mundi gjöra sama gagn fyrir ]>ví, veita pfestum aðhald, auka starfsemina, jafna margar misfell- ur, og sjálfsagt má fullyrða, að aðvaranir safnaðana yrðu ekki áhrifaminni, kærleikurinn og umburðarlyndið ekki smávirkara, og bænirnar ekki síður heyrðar, þó að uppsagnarvaldið væri hjá söfnuðunum. II. Enn neyðist eg lil að gjöra stutta athugasemd við grein séra Lárusar. Hann segir svo: „Þó að presturinn sé heitur trúmaður og vilji gera alvöru úr því, að kenna söfnuðum sín- um með lífi sínu og kenningu að breyta eftir Jesú Kristi, þá mun engu kristnu löggjafarvaldi koma til hugar að leyfa söfn- uði að afsegja hann.“ Þeir sem ekki hafa lesið grein mína mættu ætla, að eg

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.