Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 227 Ijsorsteinn Jórarinsson júbílprestur 1858 — 5. «ept. — 1908. Nœst á undan varð síra Daníel prófastur Halldórsson á Hólmum júbílprestur 1893. Þeir einir taldir sem lifa 50 vígslu- árin í prestsþjónustu. Ekki vikuna fulla voru þeir tveir slikir júbilprestar á lífi hjá oss. Nú er séra Þorstemn i Eydölum einn eftir, Eg reit sira Þorsteini í sumar og bað hann að segja mér laust og fast af sinni löngu œfi, og hvað hann myndi af mönn- um og háttum fyrir hálfri öld síðan og lengra fram. og hvern- ig honum fyndist nú horfa við, er hann liti yfir liðinn veg. Eg tek fáein orð úr svarinu: „Hin helztu œfiatriði min get eg sent yður, en að húa til sögukorn um sjálfan mig, kann eg hvorki vel við, né kenni mig mann til að skrásetja það, svo vel fari.“ Æfiatriðin, rituð af sjálfum honum, eru þessi: Síra Þorsteinn á Eydölum er fæddur að Bjarnanesi i Austur-Skaptafellssýslu 28. dag. septemberm. 1831, Foreldr- ar hans voru prófastur Þórarinn Erlendsson, síðan prestur að Hofi í Álptafirði, og kona hans Guðný Benidiktsdóttir að Skorra- stað Þorsteinsonar prests þar. — Séra Þorsteinn fór í Reykja- víkurskóla 1849 og útskrifaðist þaðan 1856, gekk siðan á presta- skólann og lauk sér af þar í ágústm. 1858, og vigðist að- stoðarprestur til föður sins að Hofi 5. sept. 1858, og þjónaði frá Hofi, upp á eigin ábyrgð, Berufjarðarprastakalli frá því í janúar 1S61 til fardaga 1862, er honum var veitt það brauð. Þar var hann prestur til 1890 og prófastur um fá ár og 1890 var honum veitt Eydalabrauð og fluttist hann þangað vorið 1890. Síra Þorsteinn giftist 3. dag októberm. Þórunni Sigriði dóttur séra Péturs Jónssonar prests á Valþjófsstað. Prófasturinn í Suður-Múlaprf.d., séra Jóhann L. Svein- bjarnarson, lýsir séra Þorsteini svo, að reglusemi haus í em- bættisfærslu sé alveg frábær. Hann hafi verið harnafræðari með afbrigðum. Hann só hið stakasta ljúfmenni og prúð- menni, og eigi miklum vinsældum að fagna. Hann hafi set-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.