Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.10.1908, Blaðsíða 12
228 IsTÝTT KIEKJTJBLAÐ ið prestsetur sitt ágætlega, enda búið stórbúi. Hliðrað hafi hann sér hjá opinberum aukastörfum. Við orð prófastsins um búskap séra Þorsteins minnist eg þess, að Indriði Einarsson reit í Timariti Bókmentafélagsins um lausafjáreignina á íslandi fyrir 30 árum. Þar telur hann upp þá 12 menn á öllu landinu, sem tíunda meira en 50 hundruð lausafjár, og var séra Þorsteinn í Berufirði einn þeirra. Þeir voru þá tólf auðugastir menn að gangandi fé, og sex þeirra voru prestar. Mundu þeir fylla til hálfs kórinn þann iVlenzku prestarnir núna? Séra Þorsteinn er eini presturinn íslenzki, hérlendur, það eg man, sem eg hefi eigi liaft nein persónuleg kynni af, en lengi hefi eg borið vi'nsamlegan virðingarlmg til hans af því að eg fyrir mörgum árum heyrði góðan mann og vitr- an hafa um hann svo einkar hlý og lofsamleg orð. Eg man það rétt, að séra Helgi heitinn lektor hafði meðal annars þau orð um þenna forna skólabróður sinn, að bann vœri „sannur- Israelingur, sem engin svik byggju í.“ Ritstjóri blaðsins flytur hinum virðulega prestaöldungi hjartfólgnar •heillaóskir, og biður guð að gefa honum enn um nokkur ár áfram heilsu og styrk að starfa í kristni vorri. gaglegt ljós. Olafía Jóhannsdóttir, frænka.og fóstra Þorbjargar beitinn- ar Sveinsdóttur, er Reykvíkingum að góðu kunn að fornu fari. Hún var um nokkur ár bindindisboði í enskum löndum fyrir alheimsfelag kvenna lil eflingar bindindi, en nú befir hún hin síðustu árin baldið kyrru fyrir í Noregi, og þar varð hún um stund að sleppa öllum störfum vegna sjúkleiks. Nú hefir luin gefið út og látið prenta hér á landi safn af ritningargreinum, ætlað til lestur um allan ársins hring, á liver dagur ársins sína síðu í bókinni, er yfirskriftin — með feitu letri — einbver ritningarstaður, sem um leið á að vera efni eftirfarandi ritningarstaða á síðunni. Aftanvið i bókinni er og greinasafn við ýms tækifæri, Tilvísanir eru neðan við á hverri síðu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.