Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 235 Hér oft var þröng cg erfið leið og örmjó sund að þræða, þú hélzt þitt strik og stýrðir skeið og stefndir beint til hæða. Þú lézt ei heimsins hróp né köll neitt hagga stefnu þinni; en stefna þín og stjórn þín öll var stilt í veröldinni. Hér eftlr stjörnum stýrðir þú um stórsjó heims og þrautir; þær stjörnur voru von og trú, þú vissir þeirra brautir. Þú lézt og vitann lýsa þér, er „ljósið heimsins“ skæra oss öllum kveikti’ í heimi hér: guðs heilagt orðið kæra. Nú áfram heldur enn vort skip, en ei vér framar sjáum við stýrið hér þinn hreina svip né heyrt þín boð vér fáum. Haf vora þökk á leið til lands; sjá, ljós er fyrir stafni. Guð leiði þig, og heim til hans skal halda í Jesú nafni. V. B. Sú hin fágæta athöfn, hér á landi framin áður tvívegis alls,. síðara skifti fyrir 111 árum (á Hólum), mundi hafa dreg- ið að dómkirkjunni, sunnudaginn 4. þ. m., margar þúsundir manna, ef nokkurt viðlit hefði verið að komast þar inn. Sæti eru þar handa 800 manna, en í hana geta troðist að mælt er framt að 1500; og mun ekkert hafa á þá tölu vantað í þelta sinn.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.