Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 4
236 NÝTT KTRKJTJBLAÐ Kórinn dómkirkjunnar var skipaður 18 vígðum mönnum hempuklæddum; en margir voru kennimenn í kirkjunni hins vegar, alls fram undir 30. Þar næst sátu ráðherra, landritari, kirkjumálaskrifstofu- stjóri, landshöfðingi, amtmaður og formenn nokkurra helztu stofnana fyiir neðan kórtim,. andspænis prédikuiwirstól. Bæn í kórdyram fluttí síra Kristinn Batuelsson á Ut- skálum. Þá var sunginn af söngsvéit dómkirkjunnar, nokkuð auk- inni, og leikinn á orgel inngöngusálmur sá, er hér er prent- aður, við lagið: Ó, guð vors lands (Svb. Svb.) Því næst gekk kapellán dómkirkjunnar, séra Bjarni Hjaltested, fyrir altaii og tónaði: drottinn sé með yður, og síðan biskupsvígslubæn, íslenzkaða úr tíðkanlegri biskupsvígslu- siðbók Dana, og þar við eigandi pistil: Efes. 4, 4—13. Þá var sungið versið II. (á undan vígslulýsing). Eftir það steig í stól settur lektor séra Jón Ilelgason og lýsti biskupsvígslu. Þar var inn í skotið eftir fyrirmælum siðbókar stuttu æfiágripi hins nýja biskups eftir sjálfan hann. Bæn í ræðulok eftir siðbók. Sungið var því næst erindið III. Meðan á þvi stóð gengu biskupar báöir og kennimenn þeir sex, er tilnefndir höfðu verið til aðstoðar við biskupsvígsl- una, úr skrúðhúsi kirkjunnar inn að altari; en það voru prófastarnij- Valdimar Briem, Jens Pálsson, Jón Sveinsson og Jóhann Þorkelsson, settur lektor sira Jón Helgason og síra Bjarni Hjaltested. Ilinn gamli biskup fór fyrir altaii, en nýi biskupinn krauj) á hné framan við það og prestarnir á tvær hendur honum. Þá tónaði vígslubiskup hin sömu latínsku vigsluorð, er höfð eru yfir við prestsvígslu, og er svai'að eins af söng- sveitinni. Fóll siðan á knébeð og gerði bæn sína. Eftir það snýr hann sér frá altarinu og les textann að ræðu sinni (Fil. 3, 12—14.), en vígsluþegi og preslarnir standa upp á meðan. Að ræðunni lokinni segir hann: Látum oss heyra vitnisburð guðs orðs um þjónustu orðsins. Þá lesa prestarnir (4) hver eftir annan ýmsu þar til valda bibliukafla (Matt. 28, 18—20; Tít. 1, 5—9; 2. Tim. 4, 1 — 5; Post. 20, 28—32).

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.