Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 5
_ _ NÝTT KIRKJUBLAÐ. 237 Því næst ávarpar vígslubiskup sinn nýja bróður nokkur- um áminningarorðum, eftir siðbók, og lætur hann vinna sér með handabandi það beit, „fyrir augliti allsvaldanda guðs, að gegna biskupsstörfum með trúmensku og ráðvendni í öllum greinum,“ o. s. frv. Síðan mælti hann: Svo afhendi eg þér nú hið helga 'biskupsembætti i nafni guðsföður, sonar og heilags anda. Amen. Hóf síðan upp fyrirbæn fyrir hinum nýja biskupi, er kraup á knébeð á meðan, en vígslubiskup og prestarnir leggja hendur á höfuð honum. Lokið með Faðir vor. Prestarnir segja amen. Þá er sunginn sálmurinn IV., en biskupar báðir og prest- arnir falla á knó. Að sungnu fyrsta versinu afskrýðast ]ieir kórkápum og messuklæðum. Þá stígur hinn nývígði biskup í stól, en vigslubiskup og prestarnir hafa þá gengið til sæta sinna í kórnum. Biskup (Þ. B.) lagði út af texta dagsins, sögunni um kraftaverkið við son ekkjunnar frá Nain, og lét að ræðunni lokinni syngja sálm nr. 311 í Sálmabókinni, er ort hefir fað- ir hans heit., Björn próf. Halldórsson: Jeg er kristinn, jeg vil leita. Þar næst var sungið altarisgönguvers og altarisgöngu- sálmur, og voru biskupar báðir lil altajás fyrir dómkirkju- presti. Eftir kollektu og blessunarorð var sunginn útgöngusálm- urinn (V). Þar með var athöfninni lokið. Herra Hallgrímur biskup var og befir verið lengi svo las- burða, að mikil tvísýna var á, að hann fengi að staðið. En hann var óvenju-hress þann dag og bar furðulítið á, að mik- ið væri að heilsu hans. Biskupsvígslusálmana alla hefir ort síra Valdimar pró- fastur Briem, og lög við tvo þeirra, III og IV, samið Sigfús Einarsson; þau þykja hafa tekist mikið vel. Kafli í III. sálmi er einsöngur: Sjá hjarðirnar breytast, 4 línur, og söng hann yngismær Elín Matthíasdóttir. Söngvarnir fara hér á eftir: I. lnngöngusálmur. Þú andi guðs, vort ljós og líf, Þú lífsins og :,: sælunnar :,: hnoss,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.