Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KÍRKJUBLAÐ ■m Hljóma lætur hann sitt blessað orð. Honum allir dýrð og vegsemd rómi. Guð vor elskar alla sina hjörð, Enn hann gefur náð og frið á jörð; Enn hann sendir sinni kristni vörð, Syngjum guði lof og þakkargjörð. III. A undan vígslunni. Ljósanna faðir á himnanna hæðum! Hvað sem er fagurt er geisli frá ])ér. Hjörð þína krýnir þú himneskum gæðum. Heilögum fræðum. Kveikir þú ljós þitt í kirkjunni hér. Það kemur og fer. Sjá, hjarðirnar breytast Og hirðarnir þreytast. Þú einn eigi breytist Né eldist né þrevtist. Þinn eldur ei þver. Þig lofum og prísum og vegsömum vér. IV. A eftir vígslunni, Yfirhirðir engla og manna, Æðsti prestur himnaranna, Drottinn, lifsins ljósið sanna, Lýs þú allri þinni hjörð. Blessa’ og helga hij'ða þína, Hjörð þá lát þú eigi týna. Lát þeim sannleiks Ijósið skína, Lýsa þeim að halda vörð. Þín í spor lát þá æ feta, Þína leiðsögn dýrsta meta, Kærleiksveg þinn gengið geta, Greiða mönnum lífsins braut. Sannleiksgötu síl'elt ])ræða, Sýna leið til dýrðarhæða,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.