Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.10.1908, Blaðsíða 8
240 NÝTT KIRKÍTJBLAD Reyna mannkyns mein að græða, Mýkja og sefa hverja þraut. Lof og dýrð um aldir alda OJI ])ín kristni skal þér gjalda. Þína miskunn þúsundfalda Þökkum vér af hjartans rót. Þínum hám í helgidómi Hirðar þína vegsemd rómi; Það í allra hjörtum hljómi. Hjörðin „amen“ svari mót. V. Útgöngusálmur. Þú heimsins ljós úr himinsölum! Þú hér í vorum jarðar dölum Lézt skína þinna geisla glóð. Þú dreifast lézt um löndin viða Og ljóma þína geisla fríða, Að lýsa hverri heimsins þjóð. Og oss hér lengst við úthafs slrendur Var einnig margur geisli sendur, Svo birtu lagði brautir á. Þótt hér sé stundum dimmur dagur, Er drottins sólargangur fagur Og náðarsólin sífelt há. Þú heimsins ljós, sem aldrei eyðist, Þótt ótal geislar frá þér breiðist, En eilíflega birtu ber! Þú votta þína valið hefur Og vizku þeim og krafta gefur; Þeir fá sitt ljós og lið frá þér. Gef þeim um landið ljós að vera Og íof og prís þinn opinbera, Svo dýrð þín megi’ ei dulist fá. Þeim lát þú ætíð ljós þitt skína, Og lát þú dygga hirða þína I ljósi þínu ljósið sjá. Riístjóri: þÖRhXlLUR MaSnARSON. Félagsprentsmiöjan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.