Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 4
244______________ NÝTT KrRKJUBLAT) _ _ _ ^ og sé ]mS glalað, livað vilja menn ])á ekki á sig ieggja, til að hreppa það af nýju? Og sannlega var postulinn Páll í þessu efni eigi undanskilinn hinni almennu reglu, því að vér þekkjum. hversu heitt hann elskaði hið kristilega frelsi, og barðist fyrir því gegn allri rangri lögmáls-ánauð. Fátt er mönnum óljúfara en að kannast við að þeir séu háðir annar- legu valdi, annarlegum vilja. — En hér kveður postulinn óhikahdi upp með það, að hann sé kominn undir annarlegt drottinvald, að hans eigin vilji sé honum ekki hið æðsta og mesta, heldur sé það arinar vilji, sem yfir honum ráði: Eg er höndlaður af Kristi Jesú. Eg er kominn undir hans vald; hann hefir náð svo sterkum tökum á vilja mínurn og öllu sálarlífi mínu, að eg hvorki megna að leysa mig undan áhrif- um hans og óska þess eigi heldur, því að honum er gott að þjóna, honum er sælt að tilheyra. Markið sem hann setur, er hærra og fegurra en alt annað, og hnossið sem hann bendir á framundan, er æðra og dýrmætara en alt annað, verðlaunin í þeim kappleik, sem hann kallar til og hvetur til, er ófölnanleg kóróna dýrðarinnar í guðs eilífa og hinmeska ríki. En svo háleit og dýrðleg sigurlaun veitast að eins eftir langa og stranga baráttu, þar sem maðurinn beitir öllum krafti vilja sins, allri anðlegri orku sinni, allri staðfestu sinni, ]iolgæði og árvekni. Með mikilli auðmýkt og hógværðaranda kannast postulinn við, að enn sé hann langt frá markinu, fjarri því að vera fullkominn, vera eins og hann eigi að vera sem lærisveinn Krists og eins og hann óski að vera. En með sterkum orðum tekur hann fram, hversu hann keppi eftir að taka sífell meiri framförum, nálgast æ meira fyrir- mynd fullkommmarinnar í Jesú Kristi, horfi jafnan fram á leið, til þess, sem enn sé óunnið, en gleymandi því sem að baki sé, þeim brotmn fullkomnunarinnar, sem hann þegar hafi tileinkað sér, þessum fáu og smáu skrel'um, sem hann sé kominn áleiðis að markinu. „Eg er höndlaður af Kristi“, segir postulinn, og vér finnum lil ])ess að hann gerir ]iessa játning með glöðum og ánajgðum lmgn. Þetta er honum dýrmætl hrósunarefni, ]iað gefur <”>11 u líli huns ákveðna og háleita stefnu, það fyllir hjarta hans unaði og sælu, þaö veilir honum óbilugt þrek í sérhverri þraut og báráttu, sei'n hann verður að mæta, og það gefur

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.