Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 5
NYTT KIRKJUBLAÐ 245 honum dýrölegt vonarljós, sem jatnan skín á veginum fram- undan honum, og óbrigðult fyrirheit um að honum muni að lyktum lilotnast hin dýrðlegu sigurlaun, sem hanu keppir eftir. „Eg er höndlaður af Kristi". Hversu margir einlægir trúarinnar menn hafa á öllum öldtim alt í frá dðgum postul- anna og til vorra tíma endurtekið ])essa játningu með líkum tilfinningum og hugarhræringum og Páll postuli, og talið liana mikilvæga hrósun sína og uppsprettulind sælu og gleði? — „Eg er höndlaður af Kristi“ . Er ekki sérhver af oss, sem í .dag erum safnaðii> saman í þessum helgidómi við hátíðlegt og sjaldgreft tækifæri, og ekki einungis teljum oss til kirkju Krists í orði, heldur og viljum i einlægni heyra henni til í verki og sannleika, — er ekki — segi eg — hver af oss fús til að bera þessa játningu fram og ganga fram undir þessu merki ? Vissulega kannast þú við það, bróðir, sem kernur hingað í dag til að taka vígslu til biskupsembættis kirkju þessa lands, að þú ert höndlaður af Kristi, og að þú þess vegna keppir eftir að höndla, sem trúr og kostgæíinn lærisveinn hans, Imossiö, sem vakti fyrir Páli postula, er hann gleymdi þvi sem að baki var, en seildist eftir því, sem fyrir framan var. Þú erl höndlaður af Kristi og telur það hrósun þina og sælu. En vissulega mun það einnig vera einlæg þrá þin og eftir- löngun, að öðlast náð til að gegna þannig háleitri köllun þinni að vekja þannig og gleðja kristilegt líf á landi hór, að þeir mættu ávalt verða fleiri og tleiri, sem í einlægni gætu játað sig höndlaða af Kristi, og af alvöru hjartans sæktu fram að því fullkomnunarmarki, sem hann setur, og að því himneska hnossi sem hann kallar til og veitir. — Eg, sem um nokkurt árabil hefi með veikum kröftum starfað í þessu embætti, en hefi nú fundið það ofvaxið mér með þverrandi þrótti og fjölgandi árum, áina þér þess af hjarta að þú fáir að sjá á síðan ánægjulegan árangur embættisþjónustunnar í sem flestum greinum. Mér er það kær tilhugsuo, að nýr maður gengur nú að þvi starfi, sem eg varð frá að hverfa, til þess að „færa í lag það sem ógjört var“ eins og Páll postuli orðar það í bréfinu til Títusar, og til þess að hafa auga á og gegna á hinn bezta hátt öllum aðkallandi kröfum

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.