Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLaÐ ____: ■ , 247 sem var að verða þjóðsaga, hvernig hún, — gamla kirkjan, — hatði staðið af sér alveg ómuna snjóílóð úr ásnum, sent enginn hafði ])á œtlað henni að geta af borið, er vegsummerkin sáust. Og mér er ljúf sú bernskuminning, hvernig unnið var að smíði hinnar nýju kirkju, af sama kærleiksanda og skeift út há hinnr gömlu, þótf mt væri f tnörgn vikið frá eftir nýjQtw tímans kröfum. Og þessi kærleikur við hina nvju kirkju kom þá frani i því, að henni var gefin ný mynd yfir allari, og myndin sú var út af guðspjallinu í dag. Og skýrust er endurminningin bundin við það, er við börnin vorum kölluð til að sjá hina nýkomnu mynd tekna upp. Það var hin fyrsta afhjúpun listavérks er augað leit. Fráleitt mun hér vera um listaverk að ræða í orðsins réttu nterkingu, en í kærleiksminningunni frá barn aldrinum lifir myndin sem listaverk. Barnsaugun nántu fyrst staðar við grænu pálmana, svo nýstárlega, og við hvíltt austurlenzku skikkjurnar skósíðu. En alt þetta var eigi annað en umgjörð um persónu sjálfs frelsarans, þar sem hann réttir höndina út og stöðvar lík- fylgdina og snertir við börunum. — Og eigi geymist nú ann- ar andlitssvipur málverksins e'n hans eins í endurminning- unni. — — Alveg sjálfgefið þyrfti það eigi að vera að Jesús væri miðmyndin i málverkinu. Listamanni gæti t. d. þótt það bezta viðfangsefnið að ná svip hins unga manns, er hann vaknar af dauðadvalannm og sezt upp og fer að mæla. En það undr- andi andlit, hrætt og hlakkandi í senn, eða hvað sem lista- maðurinn kynni að leggja í það, væri eigi kirkjumynd, eigi trúarmynd, eigi altarismynd. Nær væri þá að taka hina þriðju aðal])ersónu málverks- ins, það er móðirin. Sjálf söguorðin draga einmitt mest athyglið að henni. Ásfandi hennar er lýst svo átakanlega sárt. Hún var einstæðingsekkja, oghinn ungi sveinn á börunum, elli- stoð hennar og Ijós augna hennar og yudi, hann var einka sonur. Og ])egar soj-gin var svo óumræðileg, þá verður gleðin það eigi síður, er Jesús gefur soninn aftur móður sinni. — Hvor myndin um sig, hin grátandi og hin fagnandi móðir, gæti gefið málverkinu gildi listarinnar, og móðurmálverkið. hvort

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.