Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Blaðsíða 12
252 leiðir í þessu máli: Sjálfstæði og sjálfstjórn kirkjunnar sem þjóðkirkju í samhandi við ríkið, og á hinn bóginn horfurfýr- ir frjálsri kirkju, án sambanrls við ríkið. Fyrri leiðina rannsakaði kirkjumálanefndin og meiri hluti nefdarinnar samdi í því skyni frumvarp til laga um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, en frumvarpið náði livorki fylgi stjórnar ná alþingis. Minni hluti nefndarinnar hallaðirt að fríkirkjuleiðinni, en gaf engar bendingar um hvernig hún yrði farin, né hvernig samhand ríkis og kirkju yrði slitið á viðunnanlegan og hagkvæman hátt. Islenzku kirkjan er því litlu nær sjálf.-tæði og sjálfstjórn mi, en hún var 1903, áður en kirkjumálanefndin var sett. Við litum svo á, að þelta ástand sé eigi viðunandi fyrir kirkjuna og að eðlilegt sé, að hún sjálf hafi forgiingu þessa máls. En kirkjuna vantar tilfinnanlega samhandslið — kirkju- þing — til þess að ræða mál sín, því reynslan hefir sýnt að „Synodus11 er með öllu ófidlnægjandi. Hins vegai' ætti starfandi kirkjufélagi eigi að vera ofvaxið að kosla slíkau sambandslið t. d. annaðhvort ár, og má til samanburðar meðal annars henda á Goodlemplarregluna hér á landi, er nú um mftrg ár hefir haldið fjölment þing annað- hvort ár, og kirkjufélag landa vorra í Vesturheinn', er heldur kirkjuþing árlega. Ekki væri ó-anngjarnt að ætlast til þess, að alþingi vildi styðja slíka kirkjufundi með fjárstyrk, að minsta kosti þangað til að stefnan í sjáfstæðismáli kirkjunnar væri ákveðin. Við teljum og víst, að söfnuðir landsins mundu hregðast vel undir það mál, að mynda með samskotum ái'lega kirkju- þingssjóð, er gæti staðið straum af för tveggja fulltrúa fyrir hvert prófastsdæmi á kirkjuþing annaðhvort ár. Við höfum liugsað okkur að hrinda mætti máli þessu á- leiðis, með ]>ví að halda almennan kirkjufund með kjörnum fulltrúum, og væntum að biskup land-ins mundi fús á að kalla saman slíkan fund, ef hann vissi að vilji safnaðanna beindist í þá átt. — Við leyfum okkur þvi, að senda yður ............ eintök af áskorun til herra biskupsins um að beitast fyrir máli þessu. Flugsum við okkur meðferð málsins þannig, að undir- KÝTT KIRKJUBLAÐ

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.