Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRRJUBLAÐ 283 praumurinn Má ég segja ykkur draum, sem mig dreymdi í uótt? Mig dreymdi litinn dreng, yndislega fallegan, góðan og elsku- legan. Eg þóttist unna honum svo mikið, að ég mátti ekki af honum sjá. En ég misti einhvern veginn af honum í draumnum. Og ég varð hræddur um hann og lagði at stað að leita hans. Þá sá ég alt í einu, að jörðin var þakin þykkum snjó. Og ég vissi að á undan hafði verið hlyndbylur. Jafnframt þóttist ég vita það, að drengurinn hefði verið úti í bylnum. Oghugurminn titraði af skelfingu. Eg gekk að því vísu, að drengurinn hefði orðið úti, Eg lagði út á snjóbreiðuna. Og ég kallaði en enginn svaraði. Eg leit eftir hverjum hnjót, sem stóð upp úr snjónum, hvort það væri ekki liann. Eg hafði brennandi lönguu til að finna hann. Og samt var ég hræddur við að finna hann. Með angist í huganum vaknaði ég. Þegar óg hafði náð mér aftur eftir draumfælnina, fór ég að hugsa um alla mennina, sem verða úti í fátæktinní og menningar- leysinu og kærleiksleysi annara. Ilugsið ykkur alla þá smælingja sem eiga engan vin, hafa engu kynzt af iífiuu nema stritiuu, njóta einskis af þægiudum lífsins og leggjast veikir. líugsið ykkur börn liggja fyrir dauðanum og vita, að engum þykir vænt um þau. Er það ekki óumræðilegt? Stendur ekki enu meiri kuldi af þeirri hugsun en af'snjóbreiðunni sem drengurinn minu i draúmnum lá í? Og erum við ekki öll að verða úti, þegar við hugsum ekki um annað en okkur sjálf? Yerða ekki allir þessir einskisverðu hlutir, sem við íyllum hugann með, að snjósköflum, þegar ástríkið kemst þar ekki inn ? Hugsið um sá) ykkar. Er hún ekki í snjón- um eins og drengurinn minn í dráumnum ? Og af þvi að ég er að minnast á snjóinn, dettur mér í hug smásaga, sem ég las einu sinni í blaði í Yesturheirai. Hjón fluttu sig sunnan úr heitu landi með kornunga dóttur sina og settust að í norðanverðum Vesturheimi. Eyrsta haustið sem þau voru þar, fór að snjóa í logni. Það fyrirbrigði hafði barnið aldrei fyr séð. Það stóð við glugganu og horfði á mjöllina koma ofan úr loftinu og leggjast yfir jörðina. Því fanst svo mikið um að það sagði: Er guð kominn, raamraa? Guð er æfiulega til okkar kominn, þegar við förum að sjá snjóinn í lifi annara manna og okkur fer að langa til að þíða hann. Hvernig sem við annars erum, og hvaða skoðanir sem við höfum, og hverju sem við trúum, og hvort sem við trúum á hann eða ekki, þá er hann til okkar kominn, þegar svo stendur á. Og óneitanlega er hann bezti gesturiun sem til okkar getur komið. Og við ættum ekki að úthýsa lionum. Brot úr „Ofurefli11 E. H.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.