Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIEKJTJBLAÐ. annaveiðar. 285 IV. Niðurl. GuSsrikiS sem Jesús yar kominn til aS stofna vá,r kœr- leiksríki og sæluríki — a sjálfri jörðinni, — í mannfélagskjör- unum hérna megin. Til jæss var hann að afla sér liðs, hann læi-ðí þá beint til þess þessa sina félaga, tamdi þá til mannaveiðanna, og sendi þá síðan frá sér. Inn í félagið sitt vildi hann fyrst og fremst ná sínum eigin löndum, og upp úr þvi og eftir það öllum mönnum. Og Jesús tók við hinum dýrðlega arfi frá spámönnunum. Guðs andi hafði skinið inn í hugskot þeirra og látið ]>á sjá gullaldar-ríkið fram undan. Meir en sjö hundruð árum fyrir fæðingu Krists talar Jes- ajas um konungsniðjann sem ríkið á að stofna: -----Réltlætið mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans Þá mun úlfurinn búa hjá lamb- inu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ungljónog álifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra Kýr og birna munu vera á beit saman, og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum, og ljónið mun hey eta seni naut. Brjó.-lmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sínni inn í bæli höggormsins (Jes 11, 4-8.). — — Bráðum eru liðin 3000 ár síðan jiessar hugsanir r.iótuð- ust. — Og hvar er ríkið það? Og þar á undan og enn miklu meir þar á eftir hafa guðinnblásnir menn hjá öllum þjóðum alið guðsríkisdraum- ana í brjósti — Og hafi þeir farið hátt með þá, og allra helzt hafi joeir farið að ala upp mannaveiðara, ])á hafa þeir lent í baráttu fyrir guði'ikisdraumana sína, og eigi ósjaldan látið lífið fyrir þá Og það einkennir sérstaklega guðinnblásna menn ritning- arinnar, að í guðsríki hennar ræður fyrir öllu réttlæti og heilag- leiki. Það er grundvöllur sælunnar. Alt önnur er t d. myndin, yndisfögur þó og efnismikil, hjá guðinnblásnum mönnum vorrar eigin fornaldar:

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.