Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.12.1908, Blaðsíða 7
ÍSTÝTT KTRKJUBLAÐ 'Scr-a Úlafur lónsson á iöndum á ekki nema eitt vers í sálmabókinni, en það kunna líka allir, seinasta erindið í bókinni: „Vors herra Jesú verndin blíð “ En það er íleira eftir séra Ólaf, sem ætti skilið að vera á hvers manns vörum, t d. lofgjörðarversið í upphafinu á „Adamsóð“: Ávalt lofi þig öndin mín, eðla skapara sinn; meðan að sól og máni skín, og menn sjá himininn þinn, aldrei dvíui dýrðin þín, ó, drottinn Jesú minn! Þá er eigi síður hjartnæmt erindi í einum af iðrunar- sálmum hans. Það erindi hafði Brynjólfur biskup Sveinsson hvað eftir annað yfir í banalegunni sér til styrkingar Erindið hljóðaði svo: Vetrarstund sem votta eg nú vön er mér seint að líða, dægrastytting dýrst er sú að draga sér ræðu af helgri trú, og hugsa um drottins hjálparsumarið btíða. Bæði erindin eru tekin úr doktors-riti Jóns Þorkelssonar um íslenzkan kveðskap á 15. og 16 öld. Síra Ólafur and- aðist sama árið og Guðbrandur biskup, 1627, 67 ára gam- all. Góðu skáldin okkar með næstu kynslóðinni á eftir, þeir Hallgrímur Pétursson og Stefán í Vallanesi, sóttu margt gott til séra Ólafs. Og séra Stefán mintist hans svo: JÞví var skáldi skift — skýrleiks andagift; mig hafa ljóð þess listamanns — langseminni svift. Kríst Ieg safnaðarstarfsemi í Reykjavík hefir í hyggju að gleðja fátæka fyrir jólin í nafni safnaðarins, eins og við hefir gengist undanfarin ár. Verður nú eins og áður sendur út lisli til að safna samskot- unum. Þeir sem það vilja, geta og snúið sér beint til dóm- kirkjuprestsins með það sem þeir láta af hendi rakna í þessu skyni.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.