Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 6
2__________________^TTKIRKJTJBLAÉ) ___________ skólabundinn orðkljúfur og spámaður fullur guðmóðs' og andagiftar. Þegar hann hafði setið allan daginn við torveldar trúarskýringar, þreif hann að kvðldi hljóðpípuna sína og horfði á stjörnurnar gagntekinn af tónahrehn og trúarunaði. Hann sem gat verið orðhákur eins og íiskisölukerling, hann gat líka verið bljúgur eins og hliðlynd mær. Oft var hann ólmur eins og ofviðrið sem rifur upp eikur með rótum. og svo var hann aftur hlíður eins og blærinn sem hjalar við fagrar fjól- ur. Hann var gagntekinn af geigursfullum guðsótta, fullur sjálfsafneitunar til dýrðar heilögum anda, hann gat sökt sér niður í hreinan andans unað, og ]ió bar hann glögt skyn á dýrðir þessarar jarðar og kunni að meta þær, og af vörum hans leið hið alkunna orðtak: Sá sem aldrei elskar vín óð né fagran svanna, hann er alla æfi sín andstygð góðra manna. Hann var heill maður, mér liggur við að segja algjör maður. Þar er engin aðgreining anda og holds. Það væri })ví jafnrangt að kenna hann við hugarhyggju sem holdshyggju. Hvernig á eg að orða það: I honum hjó eitthvað frumlegt, óskiljanlegt, undursamlegt, eins og á sér stað um alla þá menn er virðast reka erindi forsjónarinnar, eilthvað ægilegt — einfalt, eitthvað rustalegt — ráðspakt, eitthvað háleitt — einrænt — eitthvað ósigrandi — eðlistrylt. Þýtt hefir úr ritum Heine skálds Gudm. Finnbogason. >jur yfir hafið. Svo hefir hitzt á, að á sama missirinu urðu torsetakit'li í kirkju- lelagi landa vestra og biskupaskifti hér heima, Bróðurkveðjur hafa farið ú milli hinna nýju manna og fara þær hér á eftir: I. Forsetinn ritar 5. nóvember: I tilefni af vígslu yðar til biskups, sem eg í dag hefi Iesið um í íslenzkum blöðum, leyfi eg mér að tjá yður hug- heilar blessunaróskir.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.