Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Síða 10

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Síða 10
6 NÝTT KIRKJUBLAÐ hann var lengst. Gamlir bændur gátu ekki minzt á bann, svo þeim ekki hrykkju tár af augum Sögðu þá stundum klökkir: „Vona aS hitta hann bráðlega í guðsríki, sem hann talaði svo oft um við okkur“. — I þessu fann ég sælu og trú, sem ég vildi óska að glæddist aftur. Þá yrði fólkið hetra og ekki huggunarlaust. Scinasta torfkirkjan. Óðar en varir er seinasta torfkirkja landsins úr sögunni. Það mun nú ekki eftirsjón að þeim, munu ílestir segja. en þó voru margar torfkirkjurnar hlýlegri að innan, en hávað- inn af timburkirkjunum er enn til þessa. Meiri sál í svipn- um. Hefir áður verið um það rætt í blaðinu og þarf að gerast betur. Fyrir 50 árum voru torfkirkjurnar enn í meiri hluta. Fyrir 20 árum voru þær enn 50. Nú eru þær hvað? Einar 5 á öllu landinu. Seigastir voru Skagfirðingar að halda í þær, en seinasta torfkirkjan í Húnavatnssýslu, á Auðkúlu, var rifin fyrir 14 árum. Annálaðar torfkirkjur voru t. d. á Flugumýri og Hofstöðum. Flugumýrarkirkja merkileg að ýmsum frágangi utan og innan sem geyma ætti í riti, sé eigi þegar gert. Hofstaðakirkja var 72 ára, er ég Ieit hana síð- ast, og var ég stundarkorn að átta mig á þvi, hvaða hús þetta væri, þekti af garðinum. Nú eru góðar timburkirkjur nýreistar á báðum þeim stöðum. Tvær eru enn torfkirkjur í Skagafirði, Ábæjarkirkja frammi í Austurdal og Víðimýrarkirkja. I Ábæjarsókn eru nú eigi nema 3 bæir og efnin því smá og fer sennilega sam- an, að niður leggist bæði bygð og kirkja í þeim afdal, en Víðimýrarkirkja á sæmilega fúlgu, og er að þvi komið að farið verði að endurbygg;a hana. Nú hefir Árni prófastur Björnsson á Sauðárkrók komið með þá tillögu á yfirreið sinni um héraðið síðl. sumar, að þessi forna torfkirkja á Víðimýri, sem er vonum fremur stæðileg, fái að standa órifin sem sýnishorn kirkna frá eldri tímuni, og

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.