Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLaÐ 7 hin nýja kirkja verði reist á öðrum stað. Kirkjueigandinn, Þorvaldur óðalsbóndi Arason á Víðimýri, tekur vel í |)etta, og getur þess, að merkir útlendir ferðamenn hafi látið sömu ósk í ljósi. Tillaga prófastsins verður væntanlega tekin til greina og hafi hann þökk fyrir að atiiuga þetta. Hih nýju lög um verndun fornmenja gera einmitt ráð fyrir slíku „Seinasta torfkirkjan" verður þá „friðuð fornleif" undir umsjón forn- menjavarðar. Allar siðaðar þjóðir telja sér skylt að varðveita menn- ingarsögu sína í lifandi myndum, því að sjón fræðir betur en saga. tjaltalín skólameisiaíi. N. Kbl. mintist haus í sumar sem leið með fáeinum viðurkenn- ingarorðum, mjög svo maklegum og íburðarlausum. Ritstj. vissi að Hjaltalín átti skamt ólifað, og vildi koma hlýju orði til lians áður en vegir skildust. Útafþví íékk ritstj. lieldur óhlýja kveðju, og er meinlaust að húu sjáist, þó að eigi væri húu fleirum ætluð. Bréfið koin að vestan, frá merkismanni og sannast af dóminum hið fornkveðna, að hvergi er spámaður óvirtari en i ættborg sinni. Kafli úr bréfinu hljóðar svo, en feld eru burt nokkur stóryrði: „Þur [í N. Kbl ] er verið að hæðast að líkræðum. Það má vel vera að sumar líkræður séu svo að um þær megi segja: „Sumra manna siður er etc.“ En livað má þá segja um lofræðuna um Jón A, Iljaltalin á næstu bls. í blaðinu? Annað eins óraótíverað [ástæðu- laust] h.ól hefi eg aldrei heyrt í nolckurri líkræðu: „Hjaltalín margt stórvel gefið lil stjórnar og kenslu" — og — „frá lionum megi dærna, að holt mundi mentalífi voru að sækja meira og fleira frá Englandi“. Að segju þelta um IJjalla......... Mig hryllir svo við því, að eg má ekki hugsa um það, hvernig farið var með þennan bænda- eða al- þýðuskóla, sem svo miklu fé hefir verið kostað til —■ að setja svo munn eins og Jón Andrésson fyrir hann! Þeir menn sem ráða þvi ættu að straffast. Hvað hcfir liunn fært mentulífi voru frá Englandi? — Hann hefir kent að tala dárlega ensku — og búið............... Eg skoðaði Akureyrarskólann í hittiðfyrra, og þegar eg stóð í rektors- kompunni, og andaði að mér húkarls og brennivinslyktinni, sem þar lagði á móti mér, þá var eins og andaði á móti mér þessi makulausu áhrif á þjóðlif vort, sem þú ert nú að prísa“. — —

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.