Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 12
8 NÝTT KIRKJUBLAÐ Þeir voru sitt á hvað dómarnir um Bjarna rektor, og sumt kann að vera svipað með þeim skólameisturunum í háttum. En hvor þeirra íór sína ieiðina: Bjarni varði forn vé og hrunin, en Hjalta- lín var — í mörgu — maður hins nýja tíma. Og fátt minnir nú á Bjarna, annað en hinn stórskemtilegi vaðall hans i skólaskýrsl- unum — í hinui snildarlegu þýðingu Gísla Magnússonar. Annars hygg eg að verði miklu minna þráttað um skólastjórn Hjaltalíns en Bjarna. Eg er viss um að mjög fáir vilja taka und- ir þennan dóm, að vestan. Eftirmaður Hjaltalíns við Akureyrarskólann, Stefán skólaineist- ari Stefánsson, hefir sett Hjaltalín minningarorð, sem eg er sann- færður um að verður dómur þjóðarinnar um hinn látna mann. Og þessi dómur staðfestir einmitt i öllum greinum orðin í N. Kbl. sem ritstjórinn fékk lesturinn fyrir. Stefáni segist svo meðal annars: „Hjaltalín vnr heldur enginn meðnhnnður sem skótastjóri og kenn- ari. Þekking sú hin mikta og h'fsreynsla, sem liann liafði nflað sér þau árin, sem hnnn dvatdi með einni liinni alkvæðamestu og göfug- ustu menningarþjóð heimsins, kom honum og skólanum uð góðu haldi. Flestir af skólamönnum vorum hafa notið mentunar í Danmörku, og skólar vorir liafa því likst mjög dönskum skólum. En Hjallalín var orðinn brezkur í anda og leit á ult með hrezkum augum og þeim oft smáum, ekki sízt á það, sem danskt var eða af dönskum rótum runnið. Hann hikaði sér því ekki að brjóta bág við ýmsar venjur á skóla- stjórn og kenslu, þegur honum sýndist annað betur fara. Hunn vildi umfrum alt gera lærisveinu sína að nýtum og sjálf- stæðum mönnura, og beztn ráðið til þess laldi hann það, að láta þá vera sem sjálfróðasta, látu þá sjálfa liafa sem mesta ábyrgð á orðum sínum og gerðum. . . Hin menlundi og þroskundi áhrif námsins voru honum fyrir öllu. . . . Hann mun verðu tnlinn í skólasögu landsins meðul þeirra mnnnu sem rull liafu nýjar brautir í skölamálum vorum. Þuð má óliætt fullyrða, uð lærisveinar Hjaltalins nálega undan- lekningurluust, mintust huns með ást og virðingu, og er þuð órækust- ur voltur þess, hve mikilhæfur hann vur sem skólamaður". — — Eg á í handriti gagnfróðlegt æiisöguhrot frá jafnaldra mín- um. Hann segir mér þar lítssögu sína. Hann brýst áfram um- komulaus og mentunarlaus vinnupiltur — um ýms stig sjálfsmenn- ingarinuar, og „fegurstu sólskinsblettiruir á æfinui“ segir hann að verið hafi á Möðruvöllum. Svo veit eg að margir Möðruvellingar vilja kveðið hafa. Og mót skólans — og þá mest frá skólastjóra — er á fjölda manua,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.