Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 14
10 ________ NÝTT KIRKJUBLAÐ það, að vísindin eru í framþróun, þau fara stundum meS kenningar sem verður að kalla aftur eða víkja við þegar lengra sækir fram. En mikið og margt fær óliagganlegt gildi, og það kemst inn í fólkið. Visindin eru þangað til að hamra á því sem er og ávalt reynist samt við sig, að sú kenning verður almennings eign. Trú kemst þar ekki að. Þar sem þekking- arljósið nýtur sín, verða vísindin jafnan ofan á áður en lýkur. Endirinn verður sá að trúaða fólkið fer líka að álíta kenning- ar vísindanna góðar og gildar, og reynir að koma þeim i samræmi við trú sína. Þegar ég var ungur var hver rétttrú- aður guðfræðingur viss um það, að guð hefði skapað heiminn á 6 dögum og komið öllu fyrir á þeim fresti Einginn trúir slíku nú. Rannsókn vísindanna tekur undantekningarlaust til alls hérnamegin. Og visindin rannsaka þá lika biblíuna og það hvernig trúarlærdómar kirkji nnar eru til orðnir. Hvað er biblían? Hún er bóknrenta— safn. Það væri svo sem árangurslaust, ef farið væri að undan þiggjaþáeinu tegund eða þann sérflokk af bókmentum heimsins, er biblía heitir, frá athugun og íhugun, og heimta þar af öllum eina og sömu niðurstöðu Vísindin hirða eigi um slíkt bann og boð. Þau krefjast frjálsrar rannsóknar á öllum bókfræðum, tálm- unarlaust, og eins á hinum biblíulegu Og vilji trúin mæla þar í móti, og segi sem svo: Það er alt öðru máli að gegna um ritninguna, af þvi að hún er guðs orð. Þá verða vísind- in að segja á móti: Nú, hafi guð valið sínu orði þann bún- ing, að það er til vor komið í bókfræðum, þá er það um leið vilja hans samkvæmt, að vísindin rannsaki orð hans engu síð- ur en öll önnur orð í öðrum bókfræðum. Iivað er framþróun trúarlærdómauna í kirkjunni? — Ekki annað en brot úr veraldarsögunni. Vísindunum er ætlað að rannsaka alla veraldarsöguna, og þá um leið þetta brot hindrunar- og hleypidómalaust. Skjóti nú trúin því að, að þessir lærdómar, sem mótast hafa og myndast, séu eilífsann- inni, þá verður svarið hjá vísindunum þetta: Verði þvi eigi á móti mælt, að þessi sannindi séu sögulega til orðin, þá eru þau ekki eilifari en það, að ég get rannsakað þau og verð að rannsaka þau. Það er annars kominn tími til að kristnir menn kannjst

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.