Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 01.01.1909, Blaðsíða 15
NYTT KIRKJUBLAÐ 11 við þaS, að vísindunum er bæði skylt og heimilt að rannsaka alt — afdrattarlaust. Enn er eigi svo langt komið, og ]iað jafnvel innan vé- banda hinnar prótestantísku kirkju. Altaf brennur það við, að menn reyna að laka það aftur með annari hendinni sem laust var látið með hinni Þessa stundina kannast menn við það að vísindin eigi og megi rannsaka alt. En alt i einu er svo kveinað og kvartað undan því er vísindin gera skyldu sina. Þetta er ósvinna fyrir kirkjuna, og vekur óhug á kristindóminum hjá þessari öld sem fulltreystir vísindunum Hátt og látt í mannfélagshúsinu ýskrar og pískrar og eitrar frá sér sú hugsun, að krislnir menn séu hræddir við frjálsa rannsókn, af því þeir treysti eigi kristindóminum til að af- bera hana. Sú hugsun vinnur trúarlífinu meira mein nú á dögum, en allar árásir frihyggjumanna. Hallgrímur biskup; „Breiðablik“ sira Fr. J. Bergmanns minnast Hallgrims biskups með þeim orðum: Óregla með prestum hefir farið þverrandi að miklum mun bisknpsár hans; var það eitt af fyrstu ætlunarverkum lians að taka þar í tauma, enda lét liann sér takast það vel og viturtega. Yfirumsjón hefir hann haft með biblíuþýðing- unni nýju, og á stórmikinn þátt i, hve dyggilega og greiðlega það verk hefir unnist. Enda er biskupsstarfsemi hans þar reistur hinn göfugasti minnisvarði, sem bera mun blessunar- ríka ávexli fyrir alda og óborna. Fegurra starf getúr naum- ast eftir einn biskup legið, en að hafa þar átt mikinn og fagran hlut að máli. Enda liefir hann til þess varið mjög miklu af starfskröftum bezta liluta æfi sinnar. íslenzka kirkj- an, austan liafs og vestan, hefir honum þar óumræðilega mikla þakkarskyldu af heudi að inna. Æfintýri og sögur eftir H. C. Andersen. Steingr. Thorsteinson þýddi. Guðm. Gamalíelsson gaf út. — II. b. Rvík. 1908. — Verð 3 kr. Fjöldi af myndum eru í þessu bindi sem binu fyri'a.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.