Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 2
122 ___NÝTT^IBKJ[JBLAB^ ferið þjóðirnar að loerisveinum. Kiilli iif stólræðu á þrenning-arhátíð 1910. .... „Farið og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum", svo mælti Jesús Kristur að skilnaði við lærisveina sina hina i'yrstu. Hann á þar auðvitað við Jöndin og þjóðirnar í heild sinni; en hann á líka og engu síður við sinærri deildir hverrar þjóð- ar og smærri hluta af hverju landi; hann á við hvert einstakt bygðarlag í hverju landi. Það er sama sem hann segði á vora vísu og með vor- um orðatiltækjum: „Farið í hverja sýslu, hverja sveit, hvert kauptún á þessu eða hinu landi og flytjið þeim i orði og verki fagnaðarboðskap þann, sem eg hefi kent yður, og allar þjóðir eiga að fá hlutdeild í; gerið alla þá, sem í þessum bygðarlögum búa, að mínum lærisveinum, og kennið þeim að halda alt, sem eg hefi boðið yður; en — mín boð felast með sem fæstum orðum í þessu: „Þetta býð eg yður, að þér elskið hver annan", og „á því skulu allir þekkja, að þér eruð minir lærisveinar, að þér elskist innbyrðis." Einhver kann nú að hugsa sem svo: „þessi Jesú orð: „Farið og gerið þjóðirnar að lærisveinum," þau eru töluð til hinna fyrstu lærisveina Jesú; þau taka því ekki til mín; enda hefi eg enga köllun fengið til að gera neina þjóð eða neinn hluta af neinni þjóð að Jesú lærisveinum; staða mín í lífinu er öðru vísi en svo, að hún leyfi mér slíkt, og boð þetta mun þar að auki mest snerta þá, sem til þess eru settir, að prédika og flytja mönnum guðsorð." Þessi skilningur á þessum Jesú orðum væri ekki réttur, þvi að þetta boð Jesú að gera þjóðirnar að lærisveinum, það tekur til allra kristinna manna. Hver kristinn maður, karl og kona, er til þess kallaður, að gera einhvern lítinn hluta af einhverri þjóð að lærisveinum Jesú. Þó það sé ekki nema einn einasti maður, sem gerður er að Jesú lærisveini, þá er hann hluti, þó lítill sé, af ein- hverri þjóð. Eitt íslenzkt barn, sem alið er upp i sönnum kristilegum kærleika, sönnum kristilegum anda, í sönnum kristilegum dygð- um, svo það fyrir gott og guðrækilegt uppeldi verður góður og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.