Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 3
vandaður maður, trúaður, kærleiksríkur, dygðugur og mann- úðlegur, hvert slíkt barn er viðbót frá þjóðarinnar hendi i lærisveinahóp Jesú; með uppeldi þess er einn hluti þjóðarinn- ar, þó lítill sé, gerður að lærisveini Jesú. Og blessun almátt- ugs Guðs sé yfir hverjum þeim manni, karli eða konu, sem að þessu stuðlar. Þú segir máske, vinur minn: „Eg get ekkert í þessu efni. Eg næ ekki til allrar þjóðar minnar og eg hefi engin áhrif á neinn." Þetta er heldur ekki rétt. Það nær hver maður, hvar sem hann er, til einhvers hluta þjóðarinnar, og það hefir hver maður einhver áhrif á einhverja, og þeir hafa stundum mikil áhrif, sem menn sízt búast við. Þú ert heimilismaður á einhverju heimili; þeir, sem áþví heimili eru með þér, eru sá hlúú þinnarþjóðar, semþú nærð til, sem þú getur haft áhrif á með hegðun þinni og framgöngu, þeir eru sá hlutinn af þinni þjóð, sem þú hefir af Guði fengið umboð til að gera eftir þínum mætti og kringumstæðum að lærisveinum Jesú Krists. Séu það hálfgerðir óvitar, börn og unglingar, sem þú mest umgengst á heimili þínu, og svo er það einmitt víða og á mörgum heimilum, þá er skyldan og ábyrgðin, sem á þér hvílir, þess meiri og þyngri og íhugunarverðari; þessum óvit- um átt þú þá að kenna æðstu vizkuna, vizkuna sem ótti drott- ins er upphaf að, þessi börn og þessa unglinga átt þú að gera að bor^urum guðsríkis og heimamönnum Guðs. Ovitarnir og börnin, sem þú á hverjum degi hefir undir handarjaðri þínum, eru sá hluti íslenzku þjóðarinnar, sá hluti þinnar þjóðar, sem Jesús Kristur hefir boðið þér að fara og gera að sínum lærisveinum, og sem þú átt að kenna að halda alt, sem hann hefir boðið játendum sínum að halda. En mundu þá líka það í sambúð þinni, einkum við börn- in og smælingjana, að þú ert sáðmaður, sendur út af sjálfum Guði og syni hans Jesú Kristi, til að sá góðu sæði í Guðs akur; en Guðs akur er hjörtu þeirra, sem þú umgengst daglega, eink- um þó barnanna. Gáðu að, hverju þú sáir í þenna litla hluta af hinum is- lenzka Guðs akri, sem þú nærð til. Gáðu að, hvað þú talar,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.