Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 4
gáðu að, hvað þú gerir, gáðu að, hvernig þui framgengur í öllum greinum. Eins og þú sáir, svo munt þú og uppskera. Sáðu i kærleika, þá mun kærleikurinn blómgast í kring- um þig. Sáðu í friði, þá mun friðurinn eílast umhveríis þig. Sáðu í trúrækni, bænrækni og guðsótta, þá mun trúrækni, bænrækni og guðsótti lifna og þroskast þar sem þú átt heima. Sáðu í Jesú nafni góðu sæði, þá munu góðir ávextir upp- spretta; sá, sem þannig sáir, hversu lítill sáningarreitur, seni houum er afmarkadur í mannlífinu, hann gerir sitt til þess að rækja Jesú boð, að gera þjóðirnar að Jesú lærisveinum. Og meira heimtar Jesús ekki af neinum. Sáðu ekki syndar og spillingarfrækornum í akur Jesú Krists! Sundraðu ekki þeim, sem hann vill sanian safna! Gerðu þá ekki fráhverfa Jesú Kristi, sem þú ert sendur til að gera að hans lærisveinum! Hver sem þú ert, þá berð þú einhverja ábyrgð á kristindómi, trú og siðgæði einhvers lítils hluta af íslenzku þjóðinni. Þessi ábyrgð hvílir á oss, hverjum fyrir sig, hvort sem vér viljum eða ekki, eins og vér lika allir annaðhvort eigum þátt í að samansafna lærisveinum með Jesú eða sundurdreifa þeim. Undir hverju einasta þaki þessa bæjar, í hverri einustu íbúð frá kjallara til efsta lofts, er Guðs akur, akur Jesú Krists, og akurinn er hjörtu þeirra manna, ungra og gamalla, sem í húsunum búa. Það er almenn umkvörtun alvörugefinna manna, að hjörtu manna hór og annarstaðar hneigist minna til Guðs og Jesú Krists nú á dögum en vera ætti. Ein aðalorsökin er sú, að fullorðna fólkið man ekki nógu rækilega, að hver og einn hefir þá skyldu, að gera þjóðirnar að Jesú lærisveinum, man ekki, að hver maður hefir einhverja ábyrgð á þeim hluta þjóð- arinnar, sem hann nær til, hversu lítill og fámennur sem sá þjóðarhluti kann að vera, man ekki, að hver maður er sáð- maður, sem hvort hann vill eða ekki, sáir annaðhvort góðu eða illu sæði í akur Guðs og Jesú Krists, og að ávextirnir fara eftir því, sem til er sáð, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. En — þó að einhverjum þyki nútíðardagarnir ekki sem

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.