Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Page 4

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Page 4
124 NÝTT KIRKÍUBLA© gáðu að, hvað ])ú gerir, gáðu að, hvernig þú framgengur í öllum greinum. Eins og þú sáir, svo munt þú og uppskera. Sáðu í kærleika, þá mun kærleikurinn blómgast i kring- um þig. Sáðu í friði, þá mun friðurinn eílast umhverns þig. Sáðu í trúrækni, bænrækni og guðsótta, þá mun trúrækni, bænrækni og guðsótti lifna og þroskast þar sem þú átt heima. Sáðu í Jesú nafni góðu sæði, þá munu góðir ávextir upp- spretta; sá, sem þannig sáir, hversu lítill sáningarreitur, sem honum er afmarkadur í mannlífinu, hann gerir sitt til þess að rækja Jesú boð, að gera þjóðirnar að Jesú lærisveinum. Og meira heimtar Jesús ekki af neinum. Sáðu ekki syndar og spillingarfrækornum í akur Jesú Krists! Sundraðu ekki þeim, sem hann vill saman safna! Gerðu þá ekki fráhverfa Jesú Kristi, sem þú ert sendur til að gera að hans lærisveinum! Hver sem þú ert, þá berð þú einhverja ábyrgð á kristindómi, trú og siðgæði einhvers lítils hluta al' íslenzku þjóðinni. Þessi ábyrgð hvílir á oss, hverjum fyrir sig, hvort sem vér viljum eða ekki, eins og vér lika allir annaðhvort eigum þátt í að samansafna lærisveinum með Jesú eða sundurdreifa þeim. Undir hverju einasta þaki þessa bæjar, i hverri einustu íbúð frá kjallara til efsta lofts, er Guðs akur, akur Jesú Krists, og akurinn er hjörtu þeirra manna, ungra og gamalla, sem í húsunum búa. Það er almenn umkvörtun alvörugefinna manna, að hjörtu manna hér og annarstaðar bneigist minna til Guðs og Jesú Krists nú á dögum en vera ætti. Ein aðalorsökin er sú, að fullorðna fólkið man ekki nógu rækilega, að hver og einn hefir þá skyldu, að gera þjóðirnar að Jesú lærisveinum, man ekki, að hver maður hefir einhverja ábyrgð á þeim bluta þjóð- arinnar, sem hann nær til, hversu lítill og fámennur sem sá þjóðarhluti kann að vera, man ekki, að hver maður er sáð- maður, sem hvort hann vill eða ekki, sáir annaðhvort góðu eða illu sæði í akur Guðs og Jesú Krists, og að ávexlirnir fara eftir því, sern til er sáð, hvort sem þeir eru góðir eða vondir. En — þó að einhverjum þyki nútíðardagarnir ekki sem

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.