Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Qupperneq 5

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Qupperneq 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 125 beztir að því, er kristindóm þjóðarinnar snertir, þá skulum vér samt minnast þess, að Jesú Kristur er með oss, eins nú á dögum, sem öllum öðrum tímans dögum. Honum er gefið alt valdið á himni og á jörðu, og hann getur gefið í ríki sínu og yfir akur sinn sólaryl og himindögg, nær sem honum þóknast, og látið þar smátt og smátt verða blómlegan gróður, sem áður var auðn og gróður- leysi fyrir manna sjónum. ^ q fjirennskonar kirkjufyrirkomulag. Eftir Matth. Jochumsson. L Nú þegar frikirkjuhugsunin virðist hafa fengið ekki litið fylgi hér á Iandi, mundi vera full þörf á, að N.-Kbl. skýrði það umfangsmikla verkefni, að breyta ríkiskirkju i óháða lýð- kirkju, fyrir ungum og gömlum, sem alvarlega hugsa um þetta stórræði. Eg sem dálitið þekki til kirkjumála í ensku löndunum, skal nú leyfa mér að lýsa í fám orðum því þreunskonar skipu- lagi, sem ræður yfirleitt á Englandi og reyndar alstaðar þar, sem eitthvað kristið félag er. Fyrsta fyrirkomulagið er það, að leikmenn einir ráða allri stjórn og tilhögun í kirkjufélaginu. Annað fyrirkomulagið er það, að klerkar einir hafa öll andleg og kirkjuleg völd. Og hið þriðja það, þar sem klerkar og leikmenn skifta öllum umráðum milli sín, með lögum eða samþykki. Þau kirkjufé- lög — eða einstakir söfnuðir, — þar sem leikmenn einir ráða öllu, eru hvergi, að því eg veit, nema á sjálfu Englandi, en hvorki á Irlandi eða Skollandi. Þeir kallast Kongregatíónalist- ar. Hefir þar sumstaðar hver söfnuður fyrir sig sína tilhög- un út af fyrir sig; en stundum eru fleiri söfnuðir í meir eða minna föstu félagi. Þegar prestar — biskupar — hafa einir völdin eða þá öll völd í félagi við ríkisstjórnirnar, er kirkjan kölluð biskupakirkja. Svo er varið hinni voldugu ensku kirkju. í henni hafa leikmenn engin völd, enda er yfirráð

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.