Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 6
126 NÝTT KIRKJUBLAÐ. konungs og stjórnar form en ekki efni. í þriðja fyrirkomu- laginu skifta söfnuðir og prestar völdunum með sér, og kall- ast jiær kirkjur öIdungukirkjur, (Presbýterar). Faðir þessa fyrirkomulags var Kalvín, eins og Lúter var faðir rikiskirkn- anna. Presbýterar eiga allmikla sögu á Englandi og Skot- landi. Lýðvalds — eða sjálfstæðisbygging Kalvíns hefir til þessa dags verið þyrnir í augum jafnt biskupa sem konunga. Því að heggja helgivald hata þeir og forðast, og presta sína nefna þeir ekki svo, heldur „þjóna“ (ministers) eða prédikara og öldunga. Skyldu þeir vera valdir menn og vel lærðir, en vígslur þóttu óþarfar og enginn þeirra átti að hafa hærri met- orð en aðrir, en þó varð það snemma að söfnuðir fóru meir eftir þeirra ráðum en annara safnaðarlima, þótt allir hefðu jöfn atkvæði. Yfirstjórnin er að öðru leyti í höndum synodus- þinga og enn æðri samkomu, (konference). Eftir Presbýtera lögum og venjum laga sig allir hinir stóru fríkirkjuflokkar á Englandi, nema hvað Baptistar sumir hafa biskupa. Það er því þessi öldungaskipan á kirkjustjórn og safnaðarfyrirkomulagi, sem langhelzt ætti að eiga við hér á landi, ef til kæmi. Eg segi: ef til hœmi, því mig órar fyrir, að sú Róma- borg verði ekki bygð á einum degi á Islandi. Það fyrirkomu- lag á hér enga rót í landi, og rætur stórra stofna er vandi að rækta og verður ekki á stuttum tíma. Að fríkirkja þrífist hér eða annarstaðar á Norðurlöndum án biskupsvalds og fastrar yfirstjórnar, það er nálega óhugsandi. Hin presbýteríanska kirkja myndaðist fyrir langt og blóð- ugt stríð gegn andlegri og líkamlegri kúgun og gerræði. Fjöld- inn lærir aldrei öðruvísi að stjórna sér í félagi eða fara með atkvæði. En að vísu eigum vér Islendingar fornan og fagran kirtcjuspegit, sem fáar þjóðir eiga jafngóðan, og mætti hann kenna oss margt og mikið í þeim hlutum, sem sjálfsstjórn viðvíkur. Það er kirkjufyrirkomulag vort á dögum þjóðveldis vors, þegar það stóð í blóma. Eg bendi á alt þetta lauslega, en skal í öðrum smákafla benda á hinar helztn hættur, sem einnig fylgir þessu frjálsasta og fullkomnasta kirkjuskipulagi, sem kristnin á til.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.