Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 127 II. Tvent er einkum að varast þar sem kennimenn og leik- menn eiga að hafa sem jöfnust völd: Hið fyrra er afskiftaleysi eða áhugaskortur leikmannanna í stjórn og störfum kirkjufélagsins. Allir verða að vera eins og „ein sál" — likt og á dögum postulanna — ef vel á að fara. Alt ilt getur leitt af áhugaleysinu. Hin síðari vandræðin sem vofa yfir öllum frjálsum kirkj- um með leikmannastjórn til hálfs við kennimennina, er hœtt- an sú, að úr kennimanninum vevð\ presturinngam\\, miðlarinn, fulltrúi hins gamla helgivalds katólsku kirkjunnar, sem lifði gegnum siðbót Lúters, og enn er handhafi guðs leyndardóma í öllum rétttrúuðum kirkjum, Og eins og vér mótmælendur héldum nafninu (o: prestur), eins hefir oss verið innrætt trú- in á að presturinn eigi enn sinn þátt í valdinu að „leysa og binda." En sú trú er hættuleg í fríkirkjunni og ekki hin upp- runalega kenning hans, sem þvoði fætur lærisveina sinna. Fyrir þessa trú spiltist Presbýterakirkjan á Englandi svo á 17. öldinni, að „þjónninn" varð herra, og frísafnaðarkirkjan sprengdist öll og sundraðist. Með prestavaldinu fylgja og þeir meinbugir, sem enn standa stóru fríkirkjudeildunum á Eng- landi mest fyrir þrifum; það er rétttrúnaðarfargið, hin bundnu fræði, sem hvorki má ransaka né breyta. Enn standa sumir enskir flokkar í stað síðan á 16. öld! Og bókstafstrúin helzt enn í hásæti. Er það mikil sálarfræðisleg ráðgáta, hvernig á þeim svefni og sila getur staðið. Ekki er hér tími til að eyða mörgum orðum um áhrif og afleiðingar prestaríkisins öðrumegin og blindni og vanadróma safnaðanna hinsvegar. En hér skal tilfæra nokkur orð eftir írskan kennimann, þar sem hann sérmerkir sanna safnaðar- stjórn Presbýtera. Hin sanna fríkirkja (segir hann) kallar sig ekki óskeik- anlega né lýtur nokkru ákveðnu óskeikandi helgivaldi. Hún ákveður, að það sé bæði skylda og réttindi meðlima sinnaað hver þeirra fylgi sinni sannfæringu í trúar og safnaðarniálum, þegar hann trúlega styður skoðun sína við æðstu heimildir trúlegrar reynslu, en þær eru beztar að finna ibiblíunni; og þegar hver, um fram alt, fylgir guðrækilega hinu æðsta persónu- lega dæmi biblíunnar og sögunnar, en það er Jesús Kristur,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.