Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 8
Önnur meginregla hinnar sönnu fríkirkju er frjálslyndi og um-
burðarlyndi gagnvart skoðunum einstakra manna eða safnaða.
Þar forðast menn að njósna um sérskoðanir, sem svo oftiega
gera lítinn skaða séu þær ekki gerðar að deiluefni. Sérskoð-
anir er oftast bezt að leiða hjá sér, að minsta kosti þangað
til menn skilja þær rétt og sjá villu þeirra eða skaðsemi.
Skoðanir á trúarefnum vita menn nú, að eru eins margar og
hugsandi menn. Alt er í því fólgið að kirkjan sé lifandi, því
„Ljóssins arfur lýða er,
— Iíf og starf hins góða".
Hin sanna, lifandi fríkirkja hefir lítinn tíma til fánýtra
deilna og draumóra um þá hluti sem liggja ofar eða undir
mannlegum skilningi, svo sem útlistanir guðs „þríeinu" veru,
Jesú Krists „tvöföldu" veru, „persónu" heilags anda, o. fl.
Trúin er dauð án verkanna — samverkan allrafyrir einn, til
nytsemdar líknar og gleði í anda og krafti Jesú Krists. Hin
sanna fríkirkja gleymir aldrei að akur guðs ríkis hér ájörðunni
— hvað sem himninum líður — er stór og hvítur til uppskeru.
Hingað til eru handtök kirkju vorrar teljandi sem heildar
—, en bráðum koma betri dagar!
gjíra Jorvaldur á |f|el
kveður
|laf son sinn tœpra þriggja vetra.
Áður en héðan verða út bornar þessar stuttu fjalir, sem
hafa að geyma líkamsleifar þess, sem þótt lítill væri var stór-
um hugþekkur sumum af oss sem hér erum nú stödd, vilda
eg talað hafa fáein orð. En yður, aðkomnu vini mína, bið eg
að virða vel, að eg, þótt eg eigi að heita prestur, ætla mér í
þetta sinn ekki að tala sem þrestur, heldur annaðhvort sem
faðir eða húsráðandi á heimili, þar sem eg veit að eru marg-
ir aðrir en eg, er nú telja skarð fyrir skildi, þar sem úr mínum
flokki er fallinn sá, er ekki að eins að mínum, ef til vill vil-
halla dómi, þótti hinn Jíldegasti til að að verja drengilega rúm
sitt, og sem mér hlaut að vera því kærari, sem mér, hjá jafn-