Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 9
J^TT^KŒKJTJBLAÐ^^_________^ 129 ungum, virtist votta fyrir mörgu því, er gat gefið mér hinar beztu vonir um, að hann mundi ekki ómaklega bera nafn þess góða og mikilhæfa manns, er hann var eftir heitinn, nafn móðurbróður niíns sira Olafs Þorvaidssonar. En þær vonir áttu ekki að rætast, og læt eg mér alls ekki til hugar koma að vera óánægður með þá ráðstöfun þess líknsama föðurins, er öllu ræður vel fyrir öll börnin sín, jafnt hin eldri sem hin yngri, miklu fremur finn eg mér skylt að þakka hinum algóða gjafaranum allrar góðrar og fullkominn- ar gjafar fyrir þessa dýrmætu gjöf, er eg hafði af honum þegið, þótt eg ætti hennar svo skamma stund að njóta; og get eg vel látið mér í hug koma, að þetta sé orðið til þess að gefa mér skýra bendingu um það, hve vandgætt sé til um jafndýrmætar gjafir og góð börn eru, og það því vandgættara, sem í þeim er meira og betra mannsefni, og að því hafi mér ver- ið það langhollast, að losasl við afarþunga ábyrgð sem á því er, að vera leiðtogi ungrar mikilhæfrar sálar á veg lífsins. Það eru nú rúm 10 ár síðan hið fyrsta líka tilfelli þessu hefir borið túér að höndum; þá var eg það óherknari en nú, að eg hlaut að kveðja vin og granna minn*) til þess að fela í skaut hinnar hljóðlegu hvílu það barnið mitt, er mér hefir þótt ynnilegast allra,**) og eg því, ef til vill, hafðialtoffastbundiðhuga minn og hjarta við. Þenna vin minn hafði eg beðið þess, að halda enga ræðu yfir moldum dóttur minnar, en hann fann sér skylt að rifja upp fyrir mér þessi orð, er ávalt eru sönn: Drottinn gaf, drottinn tók, sé nafnið drottins vegsamað! Eggetnúekki vel um það borið, hvort orð vinar míns út af þessu efni hafi verið svo áhrifamikil, að eg fyrir þau hafi fengið þá stillingu, að hafa getað nokkurn veginn rólegur tekið missi barna minna, eða það sé hitt, að sá hinn fyrsti sári missir hafi gjört mig það tilfinningarsljórri en eg þá var; en slíkt er alls ekki ó- sennilegt, þar sem það er sannreynt, þegar um líkamlegan sársauka er að ræða, að ákaflega sterk, snögg, fyrsta sársauka- tilfinningin getur slórum dregið úr ofurmegni langvinnra kvala, *) Síru Sveinn Skúluson á Staðarbakka. **) Gyðriður, f. á ReynivöIIum 1876, dáin 29. apr. 1882. En Ó- Jafur var í'ijeddur 5. okt. 1889, duinn 27. júní 1892.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.