Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAB 131 vera nefskatt og helming vera eftir efnum og ástæðum af því sem þyrfti framyfir 75 aura gjaldið, en ]>aö þótti of fjarri aðalstefnu laganna, og því komst inn í lögin, að fyrst skyldi hækka persónugjaldið á öllum jafnt svo mikið sem fært væri, og þar á eftir mætti svo koma aukaniðurjöfnun eftir efnum og ástæðum. Og var þá búist við að mjög sjaldan þyrfti til þeirrar aukaniðurjöfnunar að koma. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Dæmið það — svo í raun — að söfnuður hækkar hjá sér gjaldið um 5 aura. En það 80 aura nefgjald nær vart á hálfa leið. Gjaldið eftir efnum og ástæðum verður samtals annað eins, eða meira, því að kirkjan er nýreist, um efni fram, og i stórskuldum. Sé nú þessi 5 aura hækkun að lögum borin fram, o: komin frá sóknarnefnd eða meiri hluta hennar, og samþykki héraðsfundur hana svofelda, er ekkert við þvi að gera. Látn- ar voru af löggjöfmni „frjálsar hendur að hækka svo sem fært væri.“ Og „sóknarnefndunum treyst að gæta jafnan hófs í þessu efni.“ Bændakirkjur. Magnúsi Lagabæti þótti sá vandinn mestur að ternpra greinir milli lærdómuins og leikmanna, og sama fanst skatta- málanefndinni íslenzku um rétt kirkjueigenda, og þá kom á- kvæðið í sóknargjaldalögin að landsstjórnin hækkaði kirkju- gjaldið eftir kröfu kirkjueiganda, þar sem minna yrði en áður við gjaldabreytinguna. Mnrgar koma beiðnirnar um það, og skylt þykir að verða við þeim ílestum. Og þeirri hækkun kirkjugjaldsius taka menn eigi vel, þar sem kirkjan virðist undanfarið lítt hafa notið tekn- anna og njóta áfram, eða þar sem kirkjan á nægan sjóð sér til viðhalds. Þyki söfnuðinum gjaldhækkunin gagnslítil kirkjunni eða ójöfnuður, ætti hann að geta komið þeim vörnum við, að bjóðast lil að taka kirkj una að sér með sjóði eftir úrskurðuð- um reikningi. Þiggi eigandi ekki þaö boð, virðist þarílaust að hækka gjaldið fyrir hann. Og flestir munu vilja að því styðja að bændakirkjum fækki.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.