Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 12
132 NÝTT KIRKJUBLAÐ Utan-þjóðkirkjusöfnuður Gaulverjabæjar, Hann var ekki nema sóknin og hún öll. Nokkrir bæir í Villingaholtssókn eru í Gaulverjabæjarhrepp, og ])eir vilja líka vera saman um kirkjulega félagsskapinn og 90—100 menn úr Stokkseyrarsókn vilja ganga inn í utan.þjóðkirkjusöfnuðinn. Þetta hefir orðið til þess að leyft hefir verið að safnaðarsvæð- ið nái líka yfir Villingaholts og Stokkseyrarsóknir. Einkennilegir samningar mega það heita ef svo er sem hermt er, að forstöðumaðurinn í utan-þjóðkirkjusöfnuðinum á ekki að hafa föst árslaun frá fardögum, heldur fær hann nef- skattinn sama og lögboðinn er í þjóðkirkjunni af uppkomnum safnaðarlimun). Væntanlega hefir safnaðarféiagsstjórnin innheimt- una. 1 sjálfri Gaulverjabæjarsókn eru c. 260 gjaldendur, hvað sem svo bætist við. Svipað mun vera að segja af fríkirkjunni í Reyðarfirði. Mest um það hugsað að fá prestsþjónustuna sem ódýrasta. Lánstraust kirkna. Það er alveg farið, nema úr sé bætt. Þegar minst varir getur allur gjaldstofninn verið undan genginn. Og húsið stendur mannlaust og teknalaust, í stórri skuld. Síra Páll heitinn í Þingmúla veðsetti Wathne kirkjuna þar, hérna á árunum, og Pétur biskup komst í standandi vandræði yfir tiltækinu. Og ekki yrðu það minni vandræði fyrir Al- mennan kirkjusjóð að sitja upp með yfirgefið kirkju-húsið. Dæmin koma á daginn: Nú fer — segjum — '/)o gjaldskyldum mönnum Stokkseyrarsóknar inn í utan-þjóðkirkju- söfnuðinn í Gaulverjabæ. En það gætu alveg eins hafa ver- ið °/10. Stokkseyrarkirkja er í skuld við Kirkjusjóð, en engin lög munu vei'a til þess, að halda þessu broti, sem yfirgefur sinn söfnuð, til að leysa út eða ábyrgjast 1/10 hluta skuldarinnar. Þegar löggjöfin hafði lagt Gaulverjabæjarsókn undir Stokks- eyrarprest, var ómögulegt að meina Stokkseyrarsóknarmönn- um að vera í utan-þjóðkirkjufélagi við Gaulverja með for- stöðumann í Bæ. Og þangað geta allir gjaldendur Stokkseyr- arkirkju sópast — nema vitanlega presturinn sjálfur — efsvo horfir við. Þetta er alvarlegt mál. Og þyngsta áhyggjuefnið er það fyrir söfnuðina sjálfa, sem eru að koma sér upp kirkjum og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.