Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 6
46 NÝTT KIRKJUBLAÐ af sér allan grun. Svo var sópað um til þrifa. I ólæstri drag- skúffu, undir fataskáp, kemur fram blaðastrangi innan um ósent í þvott. Árni stóð yfir, og rekur upp strangann, og þar eru þá öll ríkisskuldabréfin, þessi 20—30 þús., sem heimspekingarnir okkar nú alast á. Heimspekings-hugsunin þessi, að þarna færu þeir ekki að leita að peningum — þjófa-fantarnir. Sétta hvert ár kemur nýr heimspekingur. Og heimspekingar verða manna langlífastir. Og verkamennirnir í víngarði Hannesar liggja eigi á liði sínu: Tvö allstór bindi eru komin frá Ágúst Bjarnasyni, og von á tveim- ur enn til viðbótar. Heitir alt ritið: Yfirlit yfir sögu mannsand- ans. En Guðmundur Einnbogason fer með sína tilskildu fyrirlestra í vetur, og fleiri sóttu að en fyrir komust, og því tvífarið með hvern lestur. „Sitt er um hvorn þeirra sonanna minna,“ gæti Haunes gamli sagt. Á. B. hefir góðan og gamlan þýskan bókagerðarsið. Hann situr með tíu lærðar bækur fyrir framan sig og tekur saman þá elleftu, líka lærða bók. G. E. spinnur aftur á móti út úr sjálfum sér, eins og köngurváfa, silkimjúkt og himinblátt híalíu sálar- fræðarinnar. Mannsanda-saga Á. B. er svo inerkilegt rit að efni, og um leið svo nýstárlegt hjá oss, að meira tal liefði átt út af því að rísa, en orðið hefir. Er auðvitað lika enn að koma út. Eins og vita mátti hefir þurft dálítinn fjárstyrk til að koma út bindunum tveim, og ætti eigi að standa á sama styrk til bindanna sem eftir eru. Að sjálfsögðu koma og út fyrirlestrar þeir sem G. E. heldur i vetur. Loðir dálítið í minni mér ein myndin sem hann brá upp, og hlakka eg til að sjá hana i bókinni betri og skýrari. Hann var eitthvað að tala um ráðningar-viðleitni okkar á til- verugátunni eða skilnings-fálmið á lögum náttúrunnar. Og svo tók hann dæmi frá niðurlagserindinu á Slútneskvæði Einars Bene- diktssonar: Týsfjóla! Krjúp þú með krónuna f'ríða og kystu þá mold, sem þú blómgast á, o. s. frv. Maður sem ekki kann orð i íslensku heyrii þetta erindi og fer að athuga það. Hann getur þá nppgntvað margt, hafi hann skarp- leik og lærdóm til þess. Hann finnur hendingar, höfuðstafi og stuðla og fallandann, getur kannske stigið dans eftir þvi. En hugsun skáldsins nær hann ekki. Andinn, sálin í Ijóðinu, er al- veg fyrir utan hann. Hulinn leyndardómur. Svipað mætti hugsa sér um skilning okkar á náttúrulögunum, þessum bragarhætti til- yerunnar. pað má margt þar athuga og sannprófa, og um lögiu

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.