Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 3
NÝTT KffiKJÚfiLAB m Varla er nokkur spilling og rotnun jafnískyggileg í félags- lífi manna, hvort heldur á stóru eða smáu svæði, og þegar lygin í sínum mörgu myndum, hégómleikans og yfirdrepsskap- arins og eigingirndarinnar, fær yfirráðin, og mönnum villast sjónir á rettu og röngu, og varla nokkur þorir að tala frjálst og satt orð. Kemur þar þá og fram einn eiginleiki saltsins, hvernig undan svíður, komi það á skinnlausan stað, eða í opið sár. Svíður og tíðum undan sannleiksorðinu, en heilsu- bót er í þeim sviða. Og í annan stað er oss kristnum mönnum tamt að hugsa og tala um kærleikann sem Ijós. 011 birtan yfir lífi voru stafar frá því, að hann sem sjálfur er faðir og upphat alls lífs elskaði svo heiminn, að hann gaf i dauðann sinn einget- inn son. Og hve dapurt og skuggalegt væri líf vort eigi, hefði eigi guð og faðir drottins vors Jesú Krists af mikilli miskunn sinni endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Og af sömu rót er ylurinn í sálunni, hitinn sem einn getur haldið við voru andlega lífi. Og hann sem einn leiðir oss í kærleikssambandið við föðurinn og kendi lærisveinum sínum hið nýja boðorð, að þeir skyldu elska hverjir aðra, hann er og heitir einmitt heimsins ljós. Og það er endurskinið frá honum, heimsljósinu eina, þegar lærisveinar hans geta orðið ljós í heiminum. Ogálykt- arorðið frá samlíkingunni í guðspjallstextanum segir hvernig lærisveinarnir geti lýst, eða með hverjum hætti þeir eiga að gera það: Með þeim hætti að mennirnir sjái hin góðu verk þeirra og vegsami við það föðurinn á himnum. Með góðri, kærleiksríkri breytni eiga Krists játendur og fylgjendur að bera vitni um það á hvern þeir trúa. Vísast hafa þessi orð aldrei haft meiri þýðingu en ein- mitt á vorum tímum. Þegar öll rök fyrir eilífu gildi kristin- dómsins eru að verða svo áhrifalitil á fjölda manna, þá er ein sönnun eftir, sem hefir óbrigðult gildi og áreiðanleg áhrif, séu þeir til lærisveinar Jesú Krists, sem sýni það í verkinu, að kærleiksboð Krists er orðið líf i þeirra lífi, er beinl starf- andi kraftur hjá þeim til góðra verka, til sjálfsfórnar og þol- gæðis, til hreysti og til lifandi vonar. „Nýtt boðorð gef eg yður, að þér elskið hver annan, eins og eg hefi elskað yður, að þér einnig elskið hver annan.“ —

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.