Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 4
244 \AS\j NÝTT KIRKJUBLAÐ I því felast öll rök fyrir eilífu gildi kristnidómsins. I frani- kvæmd þess boðs er sterkasta, áhrifamesta kristniboðsatlið. Kærleikurinn einn, i sálu og breytni Krists lærisveina, er Ijós- ið sem lýst getur beiminum. Móts við það eina stóra er svo bverfandi smátt, hvernig kristna menn lcann að greina á um ýmsan skilning og trúar- lærdóma. Jlöðin okkar. Sundurluus brot úr ritgerð. Blöðin hafa oftast fengið misjafna dóma, sumir telja þau jafnvel landplágu, en kaupa þau samt. Aldrei beld eg þó að dómarnir haíi verið jafn-þungir og undanfarin 6—7 árin sið- an þingræðið komst á, þetta nýmóðins stjórnarfar, sem allir vonuðu að yrði landi og lýð til blessunar. Þetta er ekki að ástæðulausu, því blöðin hafa virkilega snúið ranghverfunni út lengst af síðan og ranghverft öllu á víxl, sannleika í lygi og lygi í sannleika . . . Því miður byggist þessi mikla blaðasenna enganveginn eingöngu á því, að bver flokkur verji djartlega og harðvítug- lega sitt mál á drengilegan bátt. Öllum óviðriðnum hlýtur að vera það Ijóst, að vísvitandi lygi er ekki fátið, ósjálfráð lygi algeng, að baráttan er oft og einatt háð með öllum meðulum, sem fyrir hendi eru, drengilegum meðan þau endasl, ódrengi- legum þegar hiu þrjóta. Þetta mikla rifrildi og eilífi eldur hefir og baft þau áhrif, að innihald flestra blaðanna er að öðru leyti rírt og gæðasnautt. Þar er nauðalítið af nýjum beilbrigðum hugmyndum eða tillögum. Það er eins og ekk- ert geti sprottið fyrir illinda-arfanum, sem vex utan um hvert orð og rnilli bverrar línu. Helsti lestur ritstjóranna eru síð- ustu andstæðingablöðin, og helsta hugsjónin, hversu þeir geti látið krók koma á móti bragði. En þetta er að sjálfsögðu gagnvegur til þess að verða bæði blindur og fáfróður og alls- endis óhæfur til þess að vera leiðtogi annara manna. Eg hygg að flestir verði sammála um þetta, og sammála um að þessi spilling blaðanna hafi víðtæk áhrif og næsta ill. Landslýðurinn á nálega ómögulegt með að greina rétt frá

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.