Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 6
246 NÝTT KIRKJTJBLAÐ góðan þátt í öllum misfellunum sem fyr var lýst. Eg hefi orðið þess var, að mörg lygin sem ætla mætti, að væri vis- vitandi, er af bestu sannfæringu sögð. Flokksfylgið hefir sljóvgað sjón þeirra og heilbrigða dómgreind . . . Eg hygg að fáfræðin eigi góðan þátt i þessu ólagi öllu, fáfræði leiðtoganna og fáfræði almennings. Ef ritstjórar blað- anna sæu nauðsynjamál á hverju strái, væru vel kunnjr alls- konar innanlandsmálum, og hefðu gnægð af góðum tillögum á boðstólum, þá myndi rúmið þrengjast sem gengi í deilur og illindi. Ef þeir vissu að lesendurnir væru svo fróðir, að þeir sæu glögglega gegnum svarta brekánið, þá myndu þeir ekki bjóða þeim margt sem nú er boðið. Fáfræðin gjörir íslensk stjórnmál andlaus og þroskalaus, er hreinasti þröskuldur á framfarabrautinni. Þessvegna flytja blöðin sama staglið aftur og aftur, sama rifrildið um hverja endemisgrein, sem ritstjór- inn befir síðast lesið í andstæðingablaðinu, þessvegna eru nýj- ar hugmyndir eins sjaldséðar og hvítir hrafnar. Hinsvegar er það hægur galdur að rubba upp deilugrein, einhverri sam- suðu um sambandsmálið, eða þegar hæst lætur samtíning úr gömlum blöðum, er sanni einhverja óknytti á andstæðing. Eg þykist hafa rekið mig á það, hvað eftir annað, að fáfræð- in í stjórnmálum er alvarlegt þjóðarmein sem stendur . . . Ef vér hugsum aðallega um blaðastyrjöldina, þá sjáum vér glögglega, að hún stendur í nánu sambandi við flokka- skiftincjuna. Það eru st}órnm;\\aflokkarnir sem deila um menn sína og mál í sínum /Zofcfcsblöðum. Flokkarnir leggja blöðunum allmikið fé, að minsta kosti ef þess gjörist nauðsyn, en heimta hinsvegar af þeim, að þau styðji flokkinn eftir mætti bæði í röngum málum og réttum. Að þessu vinna svo blöðin með því að lofa sinn flokk og allar hans gjörðir, en lasta andstæðingana, og lofið verður allajafna óverðskuldað skjall, lastið að ranglátum rógi. Báðum eða öllum flokkum er það lífsskilyrði, að meiri hluti kjósenda verði á þeirra máli, og svo blaupa blöðin í kapp um að gylla sinn flokk og níða hinn. Yesalings ritstjórarnir flytja gjarnan mál flokksins í byrjuninni með stillingu og skynsemd, en þessi sífelda niála- færsla sannfærir þá að lokum sjálfa um að þeirra lið eða foringjar séu eintómir ágætismenn, hinir djöflar í mannsmynd. Svo má ekki gleyma því að á ritstjórunum skella oft frekustu

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.