Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 8
248 _ NÝTT XIRKJUBLAÐ _ skáldsögur gat eg lesið heima hjá mér. En liann hélt mér við „Heiðarbýlið", og svo mikið mundi eg þó af sögunum, sem út voru komnar, að eg gat tekið undir. Hugurinn var allur á því, hvernig „Þorradægur“ mundu nú skilja við þau Ólaf og Höllu og Þorstein. Urðum við helst á því að Olafur yrði úti i einhverjum voðabyl á Þorran- um, og Halla ætti eftir að gera mann úr Þorsteini. Þó að það væri nú ekki nema dálítið brot af svona eftir- löngun og tilhlökkun í stólræðuna næstu hjá prestinum, væri það sannarlega vel, — hugsaði eg með sjálfum mér. Guðmundur Magnússon söguskáld er að verða höfuðfræð- ari þessa lands, og skiftir því miklu hvað hann kennir. Tvær sögurnar berast mér í hendur á hálfsmánaðarfresti, „Þorradægur“ og „Borgir“. Sitt les hver út úr sömu bókinni: Þessi seinasti þáttur „Heiðarbýlisins“ er í minum huga hróp til himins yfir eymd- arlifinu, líkamlega og sálarlega, í kotbæjunum íslensku, köld- um og rökum og myrkum. En ekki eru blöðin okkar að eyða mörgum dálkum í tal um það á ári. Ekki er síður umvöndun og ádeila í „Borgum". Tek eg til sýnis ályktunarorðin bjá síra Torfa gamla, sem er höfuð- maðurinn i sögunni: „íslenska þjóðin er ein af þeim þjóðum sem hefir tengið frelsið á undan menningunni, og það hefir orðið henni of auðkeypt. — Líttu í kringum þig og horfðu á þessa veslings þjóð, hvernig hún er stödd. Eugin þjóð í heiminum á tiltölulega jafumikið af slæp- ingum eins og hún; engin þjóð á jafnmarga skrafskúma og skrif- finna, engin eins marga efnalausa og atvinnnlausa tærdómsraenn, engin eins marga ritstjóra, engin eins marga sem vilja vera leið- togar, engin eins fáa, sem geta það. — í höndunum á þessurn , leiðtoga“-lýð er mikill hluti þjóðarinnar. Alþýðan er lítilsigld og auðleidd á glapstigu, og þó tortryggin, og trúir helst því sem ilt er. Ófyrirleitnustu skúmunum, sem bæði kunna að skjalla og rægja, verður best ágengt. Hvergi í heiminum er þyrlað upp öðru eins ryki af háleitustu hugmyndum. Alt á það að heita framfarir. Menn villast og vita ekki sitt rjúkandi ráð, og blöðin gera þá enn vitlausari". Þó skemmir Guðmundur ekki sögur sínar með siðapré- dikunum, og enn síður að altaf sé hann sjálfur boðandi sömu kenninguna af munni sögupersónanna, Það er einhver svo

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.