Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 249 mikil gróska í þessu mannlífi sem skáldið myndar og mótar. Eg heíi einhverntima kunnað norska þjóðvisu, sem endar á því að vísan hafi búið sig sjálfa til. Og eitthvað líkt finst mér vera um sögur Guðmundar. Þær fara sinna ferða fyrir höfundinum sögupersónurnar, þegar þær eru komnar af stað. Og það er einmitt galdurinn við það, hvað sögur Guð- mundar eru vinsælar. [Jökkursögur. v. Dálitið efni á eg í dulræna sijgu um gáfaða og guðrækna konu, sem var helming sinnar löngu æfi á heimilum afa míns og föður, og var þeim mjög kær. Sjálfur man eg sem ekki eftir henni, man bara hvar rúmið hennar stóð í gömlu baðstofunni i Laufási. Man það líklega frá láti hennar. Hún gaf mér tvævetrum fyrstu bók- ina sem eg eignaðist, og var það Viðeyjarbiblían, og eru á nöfn okkar beggja. Kona þessi hét Solveig Samsonsdóttir. Ætt Solveigar kann eg ekki. Verð eg hennar fyrst var, í bókum sem geymst hafa, fyrir innan tvítugt hjá síra Ólafi Þorleifssyni á Kvíabekk í Ólafsfirði. Er í húsvitjunarbók mik- ið látið af gáfum hennar og bókvísi. Virðist hún talin fóstur- dóttir þeirra hjóna síra Ólafs og Katrínar dóttur Gunnars prests Hallgrímssonar i Laufási. Fram um þritugt er Solveig á Kvíabekk. Kemst hún þar í ástaraunir og elur þar barn, og kann eg eigi frá því að segja. En búið mun hún hafa að þeim raunum. í lík- ræðu föður rníns yfir henni er talað um ástúð hennar og frá- bærar gáfur, hve söngrödd hennar hafi verið yndislega skær, og hve mikið hún kunni af ljóðum, og svo er talað um hina „tilfinningarnæmu byggingu sálar hennar og líkama“, og lúta þau orð helst að því, sem hún átti við sig, fram yfir flesta aðra menn, og geymst hefir í sögum. Nú skálda eg í eyðuna, að Solveig hafi úr Ólafsfirði far- ið af atvikum þeim sem á var drepið, og þá var best séð

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.