Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 01.11.1911, Blaðsíða 16
256 NÝTT KIRKJUBLAf) Kristilegt félag ungra manna. Því kom núna 150 króna gjöf frá vini í Danmörku, sem eigi vill láta nafns síns getið. Félagið er sístarfandi, þótt fremur hafi kyrt um sig, undir íorystu síra Friðriks. Formaður félagsins er sem stendur sira Bjarni Jónsson. Greinin um blöðin okkar. Guðmundur prófessor Hannesson las fyrir mér og lánaði mér lieim langa ritgerð eftir sig, óprentaða, um skuggahliðar þjóðræð- isins. Það talaðist þá svo til að N. Kbl. fengi að lesa úr og flytja brotin um blaðamenskuna, til bragðs og góðgætis. Vonandi kemur öll ritgerðin út, og yrði það eigulegt kver, sem hugsun og tal gæti spunnist út af. Prestaekknasj óðurinn. Árið 1908 voru tillögin kr. 180 frá 59 prestum. Árið 1909 kr. 260 frá 76. Árið 1910 kr. 215 frá 60. Nú í októberlok hafa 43 prestar ráðstafað kr. 150 til sjóðsins. Ókomið enn úr helmingi prófastsdæmanna. Beðið verður með birting tillaga 1911 fram yfir komu fyrsta pósts 1912. Rúmlega 30 prentar hafa sent tillög öll árin 1908—1910. En rúml. 20 prestar hafa ekkert tillag gefið ]>au árin né á þessu ári. Að öðru leyti árar vel fyrir sjóðinn. Þótt úthlutað væri á prestastefnunni síðustu 1000 kr. leggur sjóðurinn annað eins upp og betur þetta árið. Prestar ættu undantekningarlaust að leggja árlega f þennan sinn eina samlagssjóð. Þörfin er og verður að hann aukist. l’rentvilla. í síðasta hlaði segir að prestsvigsla hafi í'nrið fram „18. f. m“. Átli að standn: 8. þ. m. Það er 8. október. |PP“ Nýtt Kirkjublað VI. ár. - 2 kr. hér á landi, 75 c. i Vest- urheimi og 2 kr. 50 n. nnnarst. erl. Kemur 1. og 15. i inúnuði, 18 nrkir ú úri. Sé eiltlivnð vansent, er beðið að segjn sem fyrst til og verður þú lufuj'laust bætt úr. Með póstunum síðast var stungið i strangana reikningsmiða til liinnn mörgu, sem eiga tvo úrganga eða fleiri ógreidda. Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. F élagsprentsmiðj an.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.