Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 6
222 NÝTT KIÍtKJUBLAÐ leikur eru rekin á dyr, en yfirdrepskapur, smjaður, mútur og rógur eru þá hentug og oft sigursælustu vopnin. Vérhöf- um fæstir af oss verið settir á skólabekk til að fá sérmentun í viðskiftafræði. En allir höfum vér fengið fræðslu nokkra í almennri lífs-viðskiftafræði, sú fræðsla heitir kristindóms- fræðsla; oss hefir öllum verið kent að vera kristnir menn, og sú fræðsla kennir oss, hvernig vér eigum að koma fram í viðskiftum vorum við guð og menn, öll eiga þau að vera bygð á kristilegum grundvelli; séu þau það ekki, er hollast að vera laus við þau. En fyrsta og síðasta kenning hinnar kristilegu viðskiftafræði er þessi: vertu vandur að meðölum, sem mér finst nokkuð sama og sagt væri: vertu samvisku- samur í öllum þeim málum er þú átt í við guð og menn, og það aftur sama og sagt væri: vertu kristinn i orði og á borði. Vertu hreinn ekki aðeins að utan, heldur og að innan, það er þrifnaður, sem allir ættu að temja sér, og kenna ætti á skólunum kröftugar en kent er. Á flestum svæðum vors íslenska þjóðlífs bryddir nú orð- ið töluvert á þessu vandlætisleysi í vali þeirra vopna, er þurfa í lífsbaráttunni. Þó mest beri enn á því í hinum beinu fjár- málum, þá eru þó mörg önnur mál mjög menguð af þeirri ólyfjan. Eg nefni hér aðeins stjórnmálin með öllum sínum margkynjaða óþverra. Og eg fæ ekki betur séð, en að þelta alt stafi aðallega af því að þjóðinni er að gleymast hin krisli- lega viðskiftafræði, sem híýtur að hafa í för með sér þjóðar- blessun, engu síður en einstakslingsblessun, ef fylgt er. Og ef þessi meinsemd á sér stað, sem eg ekki einn aðeins finn, að til er, þá getur naumast kirkja Jesú Krists þagað, eða geng- ið afskiftalaust fram hjá, án þess að reyna að binda um og lækna sárin áður en of seint er. Það getur verið að hinir ungu embættisbræður séu í þessu efni bjartsýnni en eg, það getur verið að aldur minn og ýms sár lífsreynsla haíi gjört augu mín svartsýnui en rótt er í þessu efni, um það skal eg ekki dæma, en eitt er víst, að afþvíeg er elstur yðar allra, hlýt eg að hafa flest dæmin í endur- minningunni, og eg get ekki annað fundið en að um leið og lífið fær víðtækari og fleiri viðfangsefni að stríða við, fjölgi hinum ódrengilegu vopnum, að tíðari verði ódrengileg bardaga- aðferð og þá um lejð fjölgi ódrengjunum eða þeim, sem eru

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.