Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 225 kominn á gluggann upp yfir þér, og er að gretta sig framan í okkur. Gekk það svo nokkrum sinnum, að húnlétþáfæra sig til á rúmunum. En jafnan eftir litla stund sáu þeir strák- inn á þeim glugganum sem á móti þeim var. Var það hvort- tveggja að móður þcirra fór að leiðast þessi eltingarleikur, enda ei frítt við, að dálítill geigur kæmi í hana, þar sem hún aldrei sá neitt, þó drengirnir stæðu fastar en fótunum á því, að þeir sæju strákinn á glugganum, þótt hún jafnvel bæri á móti því, að það gæti verið og snupraði þá fyrir þessa vit- leysu, fór hún því ofan af loftinu með drengina og út. Sáu þeir þá ekkert til stráksins framar, og aldrei eftir það, þar til þau fluttu að Eiðum. En nú kemur rúsínan í sögunni. Þegar Jónas flutti að Eiðum frá Ketilsstöðum, fór að búa þar ungur maður, að nafni Jón og var sonur Jóns gamla snikk- ara á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Var hann þá nýgiftur systur Guðrúnar, konu Sigmundar sýslunefndarmans Jónssonar í Gunnhildargerði í Hróarstungu (nafni konunnar hefi eg gleymt), bjuggu þau þar fáein ár og fluttu svo til Ameríku. Seint um veturinn, áður en þau um vorið fóru vestur, var eg á ferð í Hróarstungunni og gisti í Gunnhildargerði. Sagði Sigmundur mér þá um kveldið, að þau hjónin á Ketilsstöðum hefðu ný- skeð verið þar með ungum syni sínum á 4. eða 5. ári, að kveðja. Einhvern tíma um kveldið leiddi eg talið að dulrænum efnum við Sigmund, og sagði hann mér þá að það hefði ver- ið einkennileg saga, sem þau hjón frá Ketilsstöðum hefðu sagt þeim hjónunum, um drenginn þeirra, sem þau voru með sér: Það hefði verið eitthvert kveld þá um veturinn, þegar búið var að kveikja og allir voru uppi á baðstofulofti, en stiga- gatið stóð opið (baðstofan var portbygð), að drengurinn þeirra, sem var að leika sér frammi á baðstofuloftinu kom alt í einu hlaupandi dauðhræddur upp i fangið á móður sinni og sagði henni, að það væri dálítill strákur í stigagatinu, sem hefði ætlað að taka í sig, þegar hann kom nálægt því, og væri að gretta sig og skæla framan i sig. Lýsti hann honum alveg eins og Halldór Jónasson hafði áður lýst honum við móður sína. Sigmundur sagði að síðan þetta kveld hefði drengur Jóns séð þennan strák þráfaldlega á kveldin, þegar búið var aðjkveikja, ýmist í stigagatinu, eða í skotum í baðstofunni

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.